Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 63
Sagan og tómið ur, öðlast örlitla meðvitund um raunverulegt hlutskipti okkar, hvernig okkur er varpað inn í þennan furðuheim sem við byggjum. Allt tal um markmið sögu og sögukennslu er með hliðsjón af þessu ekki annað en augnabliksyfirvegun þess sem við erum að gera þegar við stundum sögu og kennum. Markmiðin liggja ljós fyrir og hafa alla tíð gert frá því menn fóru að segja sögur: þau eru einfaldlega að kynnast mannlífinu og þar með sjálf- um okkur sem manneskjum, læra að deila lífinu og gildum þess, njóta þess að skynja margbreytileika lífsins, komast í námunda við dauðann og allt sem gerir lífið spennandi og háskalegt. Vandi hverrar samtíðar er að læra að segja söguna á nýjan leik. Og það er hér sem höfuðvandi okkar og verkefni liggja. Það er eins og frásagnargáfan sjálf eigi í vök að verjast eða dugi ekki til að ná tökum á liðinni tíð og sam- tímanum. Þess vegna á tómhyggjan svo greiðan aðgang að okkur og setur okkur upp við vegg, neyðir okkur til að staldra við og spyrja hvaða tíðind- um nútími okkar sæti, hvað sé raunverulega frásagnarvert og hvernig eigi að segja söguna. Hún segir okkur að við þurfum á skynsamlegu hug- mynda- og skoðanakerfi að halda til þess að segja söguna og átta okkur á sjálfum okkur og heiminum, að sagan í mynd kjaftasögunnar, sem við höf- um alltof lengi látið okkur duga, skilur okkur eftir í andlegu tómarúmi. Tómhyggjan knýr okkur til að leggjast undir feld og hugsa, láta hugann reika um allar víðáttur sögunnar og samtímans, þar sem við getum fundið þau gildi, þær hugmyndir og hugsjónir sem við getum gert að okkar og teljum sannarlega þess virði að lifa með og jafnvel að leggja lífið í sölurnar fyrir. Markmið sögukennslunnar er og á að vera að fá nemendurna til að láta hugann reika svo að þeir megi finna það sem þeir þarfnast til að botna örlítið í merkingu eða markleysu þess lífs sem þeim er gefið. Tilvitnanir 1. Flutt á ráðstefnu Félags sögukennara um markmið sögukennslu í framhaldsskól- um, 26. ágúst 1987. 2. Gunnar Karlsson: „Markmið sögukennslu“, í Sögu, Tímarit Sögufélagsins, Reykjavík 1982, s. 219-220. 3. Sama s. Gunnar vísar hér í rit E.H. Carr: What is History? (Harmondsworth 1964). 4. Sbr. Eric Weil: „Valeur et dignité du récit historiographique", í Philosophie et réalité, París 1982, s. 181. 5. Auðvitað að því tilskildu að við viljum það. En þá segja kenningarnar okkur líka hvað við eigum að gera, ef við viljum ekki breyta heiminum! 6. Með því er ég ekki að segja að hagsaga eða félagssaga í einni eða annarri mynd eigi ekki rétt á sér, einungis að þær komi aldrei í stað sögunnar af atburðum og mönnum. 53
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.