Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Qupperneq 70
Tímarit Máls og menningar
- Er þessi að fara að rannsaka Rauðavatn, spurði Jón Sigurðsson
og benti á annan puttaferðalang með bakpoka.
- Ho, ho, hó, hó, hló vörubílstjórinn.
- A ég að lyfta krækiberjafræinu þínu upp á bílpallinn aftur, sagði
Jón Sigurðsson.
- Ætlarðu að kála mér, spurði vörubílstjórinn, hann var sestur
undir stýri.
- Varstu að leggja fræin í bleyti í Rauðavatni, spurði Jón Sigurðsson.
- Enga brandara, þetta er grjót vinur, ætlað í vegagerð, sagði
vörubílstjórinn. - Til að púkka undir veg eins og þennan hérna,
hann benti fram fyrir sig á Vesturlandsveginn.
Þegar Jón Sigurðsson járnsmiður sá breiðan og sléttan veginn fram-
undan sér þá varð hann svo glaður að hann hló við. - Svona veg
vantar okkur sárlega heim til Harpa Harpa Sól, sagði hann. - Þá er ég
viss um að ég myndi ekki þreytast í fótunum mínum mörgu og smáu.
- Heyrðu hef ég ekki séð þig einhvern tímann áður, spurði vöru-
bílstjórinn. Mér finnst ég kannast við þig. Hvað heitirðu vinurinn?
- Eg heiti Jón Sigurðsson, svaraði Jón Sigurðsson járnsmiður.
Hann talaði hægt og seinlega.
- Já, það er einmitt það, sagði bílstjórinn. - Það var einmitt það
sem mig minnti.
- Harpa Harpa Sól, æi-já, sagði Jón Sigurðsson, það eru margir
smáfættir og sárfættir sem þangað ganga.
- Og hvar er nú það, spurði vörubílstjórinn.
- Það er höfuðborg járnsmiðanna, sagði Jón Sigurðsson, hana er
að finna í stórum og ryðguðum þvottabala rétt hérna hjá. Eg skal
bjóða þér þangað einhvern tímann fyrst þú ætlar að vera svo góður
að keyra mig í mannabæinn þinn.
- Ja, það myndi verulega gleðja mig, sagði vörubílstjórinn sem
þóttist þess nú fullviss að hann væri að aka vitfirringi.
Nú fengu þeir kumpánar um annað að hugsa því Reykjavík
breiddi úr sér fyrir framan þá, þeir voru á leið niður Ártúnsbrekkuna.
- Það er víst best ég fari hér úr og gangi, sagði Jón Sigurðsson. Ég
þarf að kynnast fólkinu. Og þegar hann fór út úr bílnum, sagði
hann: Sé þig síðar við Rauðavatn.
Þetta sagði hann hratt eins og hljómplata sem óvart er sett á 78
snúninga hraða. Hann hafði ekki náð fullkomnu valdi á máli enn
60