Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 85
Minning um lífshljóm veiddur áður. Hann varðveitir minninguna um ársprænuna sína eins og við munum bragðið af sælgætinu sem við borðuðum í æsku. Sellóleikarinn í bókinni minni er búinn að bíta á minninguna, bernskuminningarnar, og hann á í mesta basli með að streitast gegn þessum ótrúlega krafti sem togar í hann. Hann gefst raunar upp að lokum. Hann togast án afláts í áttina að uppruna sínum: Þýskalandi. Aðdráttarafl upprunans er afar dularfullt. Við vorum að tala um Island áðan. I því sambandi má spyrja: hvað var það sem togaði fyrstu Islendingana vestur á bóginn? Hvað var það sem dró þá sífellt vestar, æ lengra út í óvissuna, alla leið til Grænlands og Ameríku? Svo við komum aftur að því sem okkur stendur nær, þá held ég að við séum öll knúin áfram af óræðri þrá til þess að fara sífellt lengra og þessi þrá er í raun álíka gagnsæ og tær og munnvatnið uppi í okkur. Munnvatnið sem áður bræddi sundur brjóstsykur eða vatnskvölin sem laxinn snýr aftur til í því skyni að hrygna og síðan deyja. F.R.: A öðrum stað í skáldsögunni kemur eftirfarandi setning fyrir: „Meine sagði frá því að vitskert fólk veiddi fisk með því að stinga sér í haf- ið og reyna að ná honum á uppleiðinni. Ekki veit ég hvort þessi veiðiaðferð er árangursrík - stinga sér fyrst, spyrna sér þvínæst upp og reyna að krækja þannig í síldarpísl - en, reynist þetta rétt, þá er minningin síld.“ Hvað áttu við með því að segja að minningin sé síld? P.Q.: Vegna þess að við eigum ekki margra kosta völ. Annaðhvort erum við veiðibráð minninganna og við reynum að forða okkur undan þeim í dauðans ofboði, eða þá að við gerum minningarnar að veiðibráð sem við reynum að veiða eina af annarri. F.R.: Þegar Karl ritar minningar sínar, rær hann á minningamið. P.Q.: Einmitt. Hann heldur til veiða til að koma í veg fyrir að minning- arnar verði ekki að risastórum taugaveiklunarhval! F.R.: Við höfum ekki enn minnst á Fröken Aubier sem er gömul, sérvit- ur og aðlaðandi piparkerling í sögunni. Hún hefur ansi gott tímaskyn, því að hún er bein framlenging móður sinnar, ekki satt? P.Q.: Hér áður fyrr var ekki óalgengt að ungar stúlkur tækju að sér að sjá um föður sinn ef móðirin dó frá þeim. Stúlkur sem þessar fóru varla út úr húsi, sáu sjaldan annað fólk og urðu því eins og snýttar út úr mæðrum sínum. Mæður þeirra voru eins og snýttar út úr mæðrum sínum og svo framvegis. Þannig voru lengi vel til konur eins og lifandi heimild um það sem hafði gerst tvö eða þrjú hundruð árum fyrir þeirra daga. Enn fyrirfinn- ast konur sem þessar, en þeim fer fækkandi. Fjölskyldan er dreifðari í dag en áður var og aldraðir foreldrar eru sjaldan inni á heimilum barna sinna. En þekkingin færðist frá kynslóð til kynslóðar um aldaraðir á þennan veg. 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.