Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 107
Hnúturinn óleysanlegi
kvikna á ný, eða öllu heldur eins og þau væru að hlusta eftir rödd-
unum sem myndu særa hana fram. Þau vildu ekki viðurkenna ótt-
ann sem greip þau við að glata henni né hversu erfiðlega þeim gekk
að magna hana upp aftur. Þau vissu einnig bæði tvö að ef öðru
þeirra yrði á að láta hið minnsta uppiskátt um vandræði sín yrði það
á sömu stundu sakfellt, og að hitt sem yrði vitni að uppgjöfinni
myndi fyllast eldmóði og neita því að hafa nokkru sinni látið hug-
fallast. Þetta vissu þau bæði og þögðu því. I þéttum faðmlögum með
vangana saman biðu þau þess að hugur þeirra hertist á ný og til að
ýta á eftir því hugsuðu þau um hversu gott þeim þætti það, hversu
unaðslega sælt, eins og núna, en að þau fengju ekki að njóta þess.
Nei, þau fengu ekki að njóta þess, í rauninni fengu þau aðeins að
finna fyrir lítilsvirðingunni sem það vakti. Því það sem hafði fyllt
þau þessum ofsa var ekki að þeim væri það bannað, þau skeyttu
sjaldnast um það, heldur var það óhreinlyndið sem gróf undan tiltrú
þeirra á lífið. Það var líka einskonar storkun við þeirra eigin sann-
leika: storkun sem fólst í hæðnisyrðunum, efafullum hlátrarsköllun-
um og illgirnislegum, særandi orðunum sem þau hræktu að þeim í
hvert skipti sem þau gáfu minnsta höggstað á sér.
Við allt þetta dvaldi hugur þeirra og án þess að mæla orð fluttu
þau á milli sín þunga sérhverrar minningar með því að stjúka hvort
annað eða herða faðmlagið eins og til marks um óbuganlega stað-
festu sína. Því ákvörðunin sem þau höfðu tekið var algerlega út í
hött og án minnstu vitglóru; í rauninni hefði engin ein af þeim ógn-
unum sem að þeim steðjuðu getað með nokkurri skynsemi komið
þeim til að taka þessa ákvörðun. Nei, engin þeirra ein og sér var
nægjanleg, en þetta allt til samans: skriðan, eða öllu heldur hvirfil-
bylurinn, hafði þurrkað út sjóndeildarhringinn fyrir þeim og safnað
veröldinni í trekt umhverfis þau. Og núna reyndu þau að æsa upp
allan bylinn en þeim tókst aðeins að særa fram eitt og eitt brot hans
sem hvert um sig var of vanmáttugt og ekki alveg óviðráðanlegt. En
þau studdust heldur ekki við mannlega skynsemi sem hefði hjálpað
þeim til að ráða við þau; þau leituðust einungis við að endurvekja
augnablikið þegar þau þoldu ekki meir og hugmyndin fæddist. Þeim
tókst ekki að ná því marki en þó skutust upp í huga þeirra svip-
brigðin og orðin sem sögð höfðu verið. Þau rifjuðu upp viss atvik
alveg eins og þau höfðu gerst en hugleiddu ekki merkingu þeirra eða
97
TMM VII