Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 116
Matthías Viðar Sœmundsson
Skáldið
Naar Daden slukker en af Livets Flammer, træder der en Skare af
Erindringer frem i de efterlevende Venners Sind.
De staar klarere og magtfuldere end til daglig. De sætter sig til
Modværge imod Tilintetgorelsen. Nogle ridser Savnets ulægelige
Rune ind i Hjærtet. Andre bringer Lyskastere, saa at han, som gik
bort, ofte faar et ny Skær over sit Ansigt. Atter andre bærer Tak-
nemmelighedens Rogelsekar ind i éns Stue.
Ingensteder lever Minderne saa frodigt som i Dodens Skygge.
(Jóhann Sigurjónsson: „Peter Nansen“. Pressens Magasin, 15.
ágúst 1918).
Guðmundur Kamban lýsir skáldbróður sínum, Jóhanni Sigurjónssyni, á
svofelldan hátt í minningargrein eftir hann látinn árið 1919:
- Gáfa hans var eins og freyðandi kampavín sem neyta verður í snatri til
að það glati ekki eiginleikum sínum. Hann hafði einstæða hæfileika til að
umskapa lífið í list. Bjó yfir persónutöfrum sem yfirskyggðu allt annað í
hans fari og voru fremur af suðrænum toga en norrænum þótt hugsun hans
og hugðarefni hneigðust til þess sem íslenskt var. Gáfa hans var ljóðræn
öðru fremur og naut sín best í munnlegum frásögnum þar sem orðgnóttin
lék honum á tungu. I návist hans varð tíminn að listrænni uppákomu. Sýn-
ir hans voru sjálfsprottnar, háðar kenndum stunda og staða, sveiflum í
lund. Skáldgáfa hans birtist og þegar í fyrstu vísunni sem hann orti, sex ára
snáði í norðlenskri sveit:
Tóa, tóa, bíttu ekki lömbin,
bíttu heldur arnirnar,
sem gera mikinn skaða. -
Þeir Guðmundur og Jóhann höfðu þekkst lengi og stundum eldað grátt
silfur saman. Nú var öllum væringum lokið og minningarnar leita upp í
hugann með andlit og atvik frá liðnum dögum. Kvöldstund í veitingastofu
átta árum áður.
Það var í byrjun septembermánaðar árið 1911 en um þær mundir bjó Jó-
hann í kvistherbergi á Silfurgötu og beið eftir því að Fjalla-Eyvindur og
kona hans bæru nafn hans til stjarnanna. Ib skúraði gólfið með ullarsokki
af Jóhanni, prófastsdóttirin danska, fyrirmynd Höllu. Kjör þeirra voru
þröng um þessar mundir. Þó skárri en oft áður. Upp úr aldamótunum reik-
aði Jóhann um götur Hafnar með hnífa í sálinni, klæddur bláum slitnum
106