Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 116
Matthías Viðar Sœmundsson Skáldið Naar Daden slukker en af Livets Flammer, træder der en Skare af Erindringer frem i de efterlevende Venners Sind. De staar klarere og magtfuldere end til daglig. De sætter sig til Modværge imod Tilintetgorelsen. Nogle ridser Savnets ulægelige Rune ind i Hjærtet. Andre bringer Lyskastere, saa at han, som gik bort, ofte faar et ny Skær over sit Ansigt. Atter andre bærer Tak- nemmelighedens Rogelsekar ind i éns Stue. Ingensteder lever Minderne saa frodigt som i Dodens Skygge. (Jóhann Sigurjónsson: „Peter Nansen“. Pressens Magasin, 15. ágúst 1918). Guðmundur Kamban lýsir skáldbróður sínum, Jóhanni Sigurjónssyni, á svofelldan hátt í minningargrein eftir hann látinn árið 1919: - Gáfa hans var eins og freyðandi kampavín sem neyta verður í snatri til að það glati ekki eiginleikum sínum. Hann hafði einstæða hæfileika til að umskapa lífið í list. Bjó yfir persónutöfrum sem yfirskyggðu allt annað í hans fari og voru fremur af suðrænum toga en norrænum þótt hugsun hans og hugðarefni hneigðust til þess sem íslenskt var. Gáfa hans var ljóðræn öðru fremur og naut sín best í munnlegum frásögnum þar sem orðgnóttin lék honum á tungu. I návist hans varð tíminn að listrænni uppákomu. Sýn- ir hans voru sjálfsprottnar, háðar kenndum stunda og staða, sveiflum í lund. Skáldgáfa hans birtist og þegar í fyrstu vísunni sem hann orti, sex ára snáði í norðlenskri sveit: Tóa, tóa, bíttu ekki lömbin, bíttu heldur arnirnar, sem gera mikinn skaða. - Þeir Guðmundur og Jóhann höfðu þekkst lengi og stundum eldað grátt silfur saman. Nú var öllum væringum lokið og minningarnar leita upp í hugann með andlit og atvik frá liðnum dögum. Kvöldstund í veitingastofu átta árum áður. Það var í byrjun septembermánaðar árið 1911 en um þær mundir bjó Jó- hann í kvistherbergi á Silfurgötu og beið eftir því að Fjalla-Eyvindur og kona hans bæru nafn hans til stjarnanna. Ib skúraði gólfið með ullarsokki af Jóhanni, prófastsdóttirin danska, fyrirmynd Höllu. Kjör þeirra voru þröng um þessar mundir. Þó skárri en oft áður. Upp úr aldamótunum reik- aði Jóhann um götur Hafnar með hnífa í sálinni, klæddur bláum slitnum 106
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.