Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 15
Reykjavík, þá var reynt að gera okkur tortryggilega með einhverjum
smáatriðum, og eitt tengdist því að einn íslensku höfundanna sem við
vildum hafa á hátíðinni gat ekki verið með, þar sem hann átti að lesa upp
á sama tíma í Listasafninu Louisiana á Norður-Sjálandi. Úr öllu þessu
spann Thor mikla króniku, og þar var meðal annars klárt og kvitt í fyrstu
gerðum hennar að viðkomandi höfundur hefði boðað forföll vegna þess
að hann þurfti að vera á sama tíma í Louisiana á Norður-Sjálandi. En í
lokagerð sögunnar, þegar hún var orðin að snilldarverki, þá mundi hann
ekki lengur hvar það var sem nefndur höfundur var upptekinn, en sagði
bara: „Hann þurfti nefnilega að lesa upp á sama tíma einhversstaðar á
Norður-Sjálandi, mig minnir það hafi verið á Dyrehavsbakken."
Að verða vitni að svona goðsagnasmíðum er á við heilt háskólanám,
ekki síst fyrir þann sem reynir fyrir sér í sama fagi sjálfur. Um leið og ég
óska til hamingju vil ég þakka þér Thor, og vona að þú þreytist aldrei á
að segja oft sömu sögumar.
Flutt á samkomu til heiðurs Thor
í Norrœrta húsinu 13. nóvember 1992.
Ljósmynd: Einar Falur Ingólfsson
TMM 1993:1
5