Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 46
Jesse L. Byock
Þjóðernishyggja nútímans og
íslendingasögurnar
(slendingasögur höfðu mikið hugmyndafræðilegt gildi í sjálfstæðisbaráttu íslend-
inga, svo sem hér er rakið. Sýnt er hvernig „íslenski skólinn“ varð til sem afleiðing
hennar, en forystumenn hans neituðu staðfastlega að sögurnar hefðu sagn-
fræðilegt heimildargildi. Höfundur telur tímabært að hafna því sjónarmiði, enda
séu þjóðfélagslegar forsendur skólans horfnar.
Með augum gestsins
Þjóðemisvitund er hreint ekkert einkamál.
Oftast byggist hún á sjálfsmynd við-
komandi þjóðar en hún mótast einnig af því
sem aðrir segja. Álit utanaðkomandi manna
hefur verið einkar þýðingarmikið á Norður-
löndum, sem segja má að hafi verið í jaðri
evrópska menningarsvæðisins allt fram á
síðari hluta 19. aldar. Þrátt fyrir iðnvæðingu
og þéttbýlismyndun í upphafi 19. aldar
voru Norðurlönd vanþróað svæði í menn-
ingarefnum allt fram á fyrri hluta 20. aldar.
Meira að segja Danmörk, sem þó var að
ýmsu leyti fremst Norðurlanda, mátú þola
niðrandi ummæli. Þessi reyndar dálítið for-
dómafullu orð eru úr bréfi sem Friedrich
Engels skrifaði Karli Marx árið 1846:
Undanfarinn leiðindatíma hef ég haft sak-
lausa dægrastyttingu ekki aðeins af stúlk-
um heldur einnig af því að kynnast Dan-
mörku og Norðurlöndum. Það er nú ljóta
svínaríið. Jafnvel aumasti Þjóðveiji er
skárri en hinn fremsti af Dönum! Þvílíkt
andrúmsloft vandlætingar, klíkuskapar og
stéttahroka er hvergi til annars staðar leng-
ur. I augum Danans er Þýskaland það land
sem menn fara í ,,til að halda hjákonu sem
étur upp eigur manns“.1
Engels var með öðrum orðum ekki ýkja
hrifinn af Dönum, en að auki hafði hann
ákveðnar hugmyndir um íslendinga sem
um þær mundir bjuggu flesúr í torfbæjum
eins og áar þeirra og langfeðgar löngum
áður:
[íslendingurinn] talar enn sömu tungu og
fitugir Víkingar töluðu árið 900, drekkur
lýsi, býr í moldarkofa og koðnar niður ef
hann er ekki umvafinn fýlu af úldnum fiski.
Oft hef ég freistast til að vera stoltur yfir að
36
TMM 1993:1