Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 71
tímann endumýja orðin í textum sínum,
andblæinn og skipun í setningar með enda-
lausum yngingarlátum. Þetta gerir verkin
lík unglegum gamalmennum svo útkoman
verður bókmenntir sem virðist hafa verið
skitið í hallæri, eins og sagt var um aftur-
kreistinga á meðan ég var ungur.
Mín aðferð hefur aftur á móti verið eitt-
hvað í ætt við trúaða manninn andspænis
fyllingu óþekkta skaparans, hann býst við
að fá einhvem tímann að njóta þess með
dulrænum hætti að h'ta náðina: hann er stöð-
ugt viðbúinn að mæta guði sínum — hug-
myndinni — í góðu eða illu, í lífi eða dauða.
Mig gmnar að svipað viðhorf eða tilfinn-
ing sé miklu algengara en almennt er haldið
um sagnaskáld, að þau séu síviðbúin að
mæta guði orðsins og hlusti látlaust út í
tómið eftir þyt frá niði ljóðsins og nýrri
hugmynd eða hugsun. Einsemd lista-
mannsins, þörf hans fyrir að einangra sig,
vera einn „með sjálfum sér“, stafar af því
að hann veit aldrei hvenær hann kunni að
mæta guði sínum — hugmyndinni. Þá vill
hann vera þar sem enginn sér, vegna þess
að það er einstætt að finna hvernig sálin
herpist og fer í keng og engist sundur og
saman. Skáldsagnahöfundur vill ekki að
aðrir verði vitni að því þegar textinn lýstur
hann sem óttalegt ljós og hann fellur í val-
inn og verður að skrifa, hins vegar þráir
rithöfundur ekkert heitar en að andartakið
verði endalaust í sviðsljósinu á sem flestum
stöðum honum til frægðar og frama en öðr-
um til öfundsjúkrar ánægju yfir að hafa séð
æðri ljósgeisla liðast inn í heila skáldsins.
TMM 1993:1
61