Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 76
gamla kaupfélagshússins. Var þaðan útsýni yfir höfnina. Nokkuð þykir Anton undarlegur í háttum og óútreiknanlegur. Skytta er Anton og hékk jafnan hlaðin haglabyssa á veggnum í stofu hans þar nyrðra. Átti hann það til í góðu veðri að hrinda upp glugga og puðra á svartbak og annan ófénað sem vildi fljúga hjá. Gat sumum sjúklinga hans orðið hverft við, en allt var þetta þó í gamni gert. Anton er hagorður, enda Dalamaður í báðar ættir, en seinkvæður og þarf að hafa penna við höndina á meðan hann yrkir. Á Raufarhöfn hafði Anton gaman af því að láta menn sem komu á stofuna til hans heyra vísur sínar og þó einkum kvæðamenn sem skildu mikilvægi þess að viðhalda gömlum íþróttum. En ekki voru allir jafn hrifnir af kveðskap læknisins. Nokkuð vildi brenna við hjá honum að skakkt væri rímað, og eins gekk honum stundum illa að finna viðeigandi höfuðstaf á móti stuðlum fyrsta vísuorðsins. Þótti þetta undarlegt um afkomanda Einars Sigurðssonar í Eydölum og vildu sumir kenna því um að hann notaði penna við yrking- arnar, enda segja gamlir vísnamenn að sjaldan fari saman skáldskapur og skriffæri. Eitt sinn kemur Kristmundur heitinn Gunnarsson, viktarmaður, á stofuna til Antons. Kristmundur, eða Krissi Gjé eins og hann var kallaður, var ágætur hagyrðingur og fór vel með það, þótti málgefinn, en átti til að þagna á mikilvægum augnablikum og varpa síðan fram vísu. Einkum vildi þetta bera við ef kastað var til hans fyrriparti eða kviðlingi. Notaði þá Kristmundur ferskeytluformið til að lýsa lífinu í kringum sig og eins til þess að tjá ýmsar hugsanir sínar. Nú þykir Antoni bera vel í veiði, að fá Kristmund til sín á stofuna og ákveður þegar að egna fyrir karl með stöku. Hann spyr þó fyrir siðasakir hvað angri viktarmanninn. Kvartaði Kristmundur þá um einhverja óveru innanum sig og hafði um það mörg orð og langar útskýringar. Anton skipar honum úr og skoðar hann hátt og lágt, en að skoðun lokinni sest Anton við borð sitt, grípur sjálfblekung og grúfir sig þegjandi yfir pappíra. Var hann þá sestur við að setja saman vísu, en vildi leyna Kristmund því að hann þyrfti pennans með og þóttist skrifa lyfseðil. Einhverjar mínútur líða, en þegar Anton tekur eftir því að Kristmundur er farinn að ókyrrast í sæti sínu lætur hann slag standa og kastar fram þessari vísu: 66 TMM 1993:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.