Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 79
man þó eftir Vilhjálmi úr Háskólanum. Þykir mér það benda til þess að hann hafi lítt eða ekki stundað samkvæmi læknanema. Og þá hjálpar ekki að grípa til hefðbundinna skýringa og nefna drykkjuskap þegar leita skal ástæðunnar fyrir því að Vilhjálmur hætti í framhaldsnáminu. Það sem einkum tældi hug Vilhjálms frá bókunum í New York voru hin frægu sírenuvæl sem eru eitt helsta einkenni borgarinnar og hljóðna aldrei. Nótt sem nýtan dag æða slökkviliðsbílar, sjúkralið og lögregla um breiðstrætin með vælandi flaumr og blikkandi ljós. Flestir borgarbúar leiða hjá sér hávaðann og kippa sér ekki upp við vælið, fremur en íslendingar við barlóm náungans. En Vilhjálmi reyndist erfitt að einbeita sér að náminu. Háði hann harða baráttu innra með sér, en gat ekki til lengdar skellt skollaeyrum við kallinu. Dag einn stóð hann upp í miðjum fyrirlestri á háskólasjúkrahúsinu, æddi út og elti slökkviliðsbíla sem geystust framhjá. Hafði vaknað í honum eðlislæg löngun þorpsbúans eftir viðburðum. Upp frá því lagði hann frá sér bækurnar og tók til fótanna hvenær sem heyrðist í sírenu. Næstu misseri hentist hann síðan um borgina þvera og endilanga. Gaf hann námið smám saman upp á bátinn, fékk aldrei nóg af spenningi, en var vakinn og sofinn á hlaupum. Þar sem íslendingur átti í hlut þótti atferli Vilhjálms leiðinlegt til afspumar og vildu sumir skella skuldinni á móður hans, frú Rannveigu Símonsen. Öll æskuár Vilhjálms lagði hún bann við því að hann hlypi af stað með götustrákum, sem hún kallaði svo, ef kom upp eldur í Keflavík. Kona sem er þrímenningur við Siguijón Bjömsson, sálfræðing, telur að Vilhjálmur hafi aldrei svalað sínum viðburðaþorsta í æsku og þar af leiðandi bmgðist við á þennan hátt í ofgnóttinni erlendis. Lítið atvik sem átti sér stað skömmu áður en Vilhjálmur fór utan varpar ljósi á uppeldisáhrif móðurinnar. Eitt sinn hittast þeir í Austur- stræti, Vilhjálmur og Baldur þingmaður Símonsen. Baldur var móður- bróðir Vilhjálms, hinn besti karl og ágætur skákmaður, en þótti nokkuð hranalegur í framkomu. Þeir heilsast og mun Baldur síðan hafa innt Vilhjálm eftir fréttum með þessum orðum: Hvað segirðu þá? Var sem Vilhjálmur raknaði úr roti, en svaraði þó að bragði: Takk fyrir mig. Heimkominn hvarf Vilhjálmur ekki strax að lækningum, en gerðist fréttamaður við síðdegisblaðið Nútíma á Akureyri og gegndi því starfi uns honum varð óvært í bænum sökum fjandskapar heimamanna. TMM 1993:1 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.