Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 79
man þó eftir Vilhjálmi úr Háskólanum. Þykir mér það benda til þess að
hann hafi lítt eða ekki stundað samkvæmi læknanema. Og þá hjálpar ekki
að grípa til hefðbundinna skýringa og nefna drykkjuskap þegar leita skal
ástæðunnar fyrir því að Vilhjálmur hætti í framhaldsnáminu.
Það sem einkum tældi hug Vilhjálms frá bókunum í New York voru
hin frægu sírenuvæl sem eru eitt helsta einkenni borgarinnar og hljóðna
aldrei. Nótt sem nýtan dag æða slökkviliðsbílar, sjúkralið og lögregla um
breiðstrætin með vælandi flaumr og blikkandi ljós. Flestir borgarbúar
leiða hjá sér hávaðann og kippa sér ekki upp við vælið, fremur en
íslendingar við barlóm náungans. En Vilhjálmi reyndist erfitt að einbeita
sér að náminu. Háði hann harða baráttu innra með sér, en gat ekki til
lengdar skellt skollaeyrum við kallinu. Dag einn stóð hann upp í miðjum
fyrirlestri á háskólasjúkrahúsinu, æddi út og elti slökkviliðsbíla sem
geystust framhjá. Hafði vaknað í honum eðlislæg löngun þorpsbúans
eftir viðburðum. Upp frá því lagði hann frá sér bækurnar og tók til fótanna
hvenær sem heyrðist í sírenu. Næstu misseri hentist hann síðan um
borgina þvera og endilanga. Gaf hann námið smám saman upp á bátinn,
fékk aldrei nóg af spenningi, en var vakinn og sofinn á hlaupum.
Þar sem íslendingur átti í hlut þótti atferli Vilhjálms leiðinlegt til
afspumar og vildu sumir skella skuldinni á móður hans, frú Rannveigu
Símonsen. Öll æskuár Vilhjálms lagði hún bann við því að hann hlypi af
stað með götustrákum, sem hún kallaði svo, ef kom upp eldur í Keflavík.
Kona sem er þrímenningur við Siguijón Bjömsson, sálfræðing, telur að
Vilhjálmur hafi aldrei svalað sínum viðburðaþorsta í æsku og þar af
leiðandi bmgðist við á þennan hátt í ofgnóttinni erlendis.
Lítið atvik sem átti sér stað skömmu áður en Vilhjálmur fór utan
varpar ljósi á uppeldisáhrif móðurinnar. Eitt sinn hittast þeir í Austur-
stræti, Vilhjálmur og Baldur þingmaður Símonsen. Baldur var móður-
bróðir Vilhjálms, hinn besti karl og ágætur skákmaður, en þótti nokkuð
hranalegur í framkomu.
Þeir heilsast og mun Baldur síðan hafa innt Vilhjálm eftir fréttum með
þessum orðum: Hvað segirðu þá?
Var sem Vilhjálmur raknaði úr roti, en svaraði þó að bragði: Takk fyrir
mig.
Heimkominn hvarf Vilhjálmur ekki strax að lækningum, en gerðist
fréttamaður við síðdegisblaðið Nútíma á Akureyri og gegndi því starfi
uns honum varð óvært í bænum sökum fjandskapar heimamanna.
TMM 1993:1
69