Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 80

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 80
Þegar flett er í gegnum gamla árganga af Nútíma vekur athygli, að um það leyti sem Vilhjálmur flytur norður gengur yfir bylgja af grófum voðaverkum á Akureyri, bæði líkamsárásum og morðum. Þá verður einnig töluvert um stórbruna af völdum brennuvarga. Voru þessar nýj- ungar í bæjarlífinu eflaust afleiðingar af aukinni eiturlyfjaneyslu og alls kyns ólifnaði, ásamt spillingu innan lögreglunnar. Hefur verið nóg að gera fyrir ungan og athafnasaman fréttamann, enda skrifaði Vilhjálmur samviskusamlega sínar fréttir og kom sér vel að hann var læknismennt- aður. Gat hann af fádæma nákvæmni lýst bæði skotsárum og hnífskurð- um, sem og áverkum af völdum barsmíða. Var haft á orði að minni hans væri með ólíkindum og athyglisgáfan einstök. Þar sem aðrir sáu ekki annað en vettvang tilbreytingaleysis fann Vilhjálmur uppsprettulindir stórtíðinda og í skrifum hans öðluðust hinir smæstu leikmunir á sviði hversdagsins allt að því táknræna merkingu. Þá þótti beiting Keflvíkings- ins á móðurmálinu ekki síðri en hinna bestu skálda. Var sérstaklega tekið til þess hve notkun Iitaorða væri blæbrigðarík hjá Vilhjálmi; ómerkileg- usm marblettir á misþyrmdu gamalmenni urðu ljóði líkastir í meðförum hans. Aldrei lét Vilhjálmur flokkadrætti né hagsmunapot stýra skrifum sínum, en hafði frétta- og upplýsingagildið ávallt að leiðarljósi. Honum láðist þó að fjalla um hjónaskilnaði á Eyjafjarðarsvæðinu og hlaut fyrir það nokkra gagnrýni. En að öllu jöfnu voru íbúar í höfuðstað Norðurlands ánægðir með fréttaflutning Vilhjálms. Komu skrif hans skipulagi á heimsmynd fólks og þar með hinn mótsagnakennda veruleika þess. Höfðu Akureyringar um árabil legið í nokkrum dvala, en fundu nú glöggt að þeir voru staddir í miðju atburðanna og eignuðust í skjótri svipan hvaðeina sem höfuðstað hentar, ekki aðeins myndbandaleigur og há- skóla, heldur einnig líkamsræktarstöð og mormónatrúboð. Maður sem eitt sinn gisti á Akureyri segir mér að það hafí verið skáldskapurinn sem varð Vilhjálmi að falli. Atvik voru þau að Vilhjálmur tók sér frí til að heimsækja aldraða móður sína í Keflavík. Segir ekki af viðskiptum þeirra, en skömmu síðar berst eftirfarandi vísa um Akureyri: Atvik þau sem henda hér hressa ekki skrílinn. Fréttamaður fylginn sér færa má í stílinn. 70 TMM 1993:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.