Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 83
úr munni óspilltrar alþýðu án þess að vart verði við kommur og punkta,
ypsilon eða zetu. En ef ungir bragsmiðir hugsa á svipuðum nómm og Jón
barti, er hætt við því að þeir lendi í nokkrum erfiðleikum með einlægnina,
sem löngum hefur þó verið aðalsmerki skáldanna, og láti í staðinn hina
einlægu tilgerð ráða ferðinni með þeim afleiðingum að umgjörðin verður
innihald ritsmíðanna.
Er nú óþarfi að hafa þennan formála lengri eða fjölyrða frekjar um
spekina úr Jóni barta, hinum föðurlausa, sem ég gæti best trúað að væri
sjálfur undan Tyrkja-Guddu, en full ástæða til þess að snúa sér að efninu,
ágætri vísu sem ffændi minn, Hermóður Hansson, orti þegar ég sagði
honum ffá útvarpsþættinum. Hermóður var um árabil formaður í Félagi
harmonikku-unnenda á Hvolsvelli, en lét af formennsku í fyrrahaust
vegna átaka innan félagsins. Lá við blaðaskrifum útaf þeim málum og
komst sú saga á kreik að Hermóður hefði ætlað sér að bylta harmonikku-
hefðinni í Rangárvallasýslum. Færri vita að Hermóður er skáld gott og
áhugamaður um bókmenntasögu. Nokkru eftir að ég sagði honum frá
fyrmefndum útvarpsþætti sendi hann mér eftirfarandi stöku:
Skynsemin hún skýrði lítt
skondin fyrirbæri;
ekkert mátti nefna nýtt
nema gamalt væri.
Aðra vísu hefur Hermóður ort um svipað efni, en hann hefur aldrei verið
feiminn við að tjá sig um menn og málefni, þótt fráleitt sé að kalla hann
níðskældinn.
Á árunum fyrir seinni heimstyrjöldina bjuggu Þórbergur Þórðarson
og Margrét kona hans við Freyjugötuna í Reykjavík. Um tíma notuðust
þau við telpuskott úr hverfinu til sendiferða í nærliggjandi verslanir og
hefur Þórbergur skrifað skemmtilega frásögn um þá vinnumennsku. í
frásögninni kemur hvergi fram að telpan hafi verið send með innkaupa-
miða í verslunarferðimar. Svo mun þó hafa verið. Og kona sem afgreiddi
í mjólkurbúðinni á homi Freyjugötu og Bragagötu hélt reyndar til haga
öllum innkaupamiðum sem telpan rétti yfir diskinn. Margir bókmennta-
menn vissu um þessa miða hjá konunni, en ekki var þeim þó veitt nein
athygli, þar til nýlega að bókmenntafræðingurinn Nói Þór, dóttursonur
afgreiðslukonunnar, fann þá í dóti sem amma hans lét eftir sig. Höfðu
TMM 1993:1
73
L