Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 89
Klaus Kinski í hlutverki blóðsugunnar í kvikmynd Werners Herzogs, Nosferatu, frá 1979.
Upphaflega var mynd með þessu nafni gerð árið 1922.
líkamsvessamir sem vísa veginn og þeir
soga svo algerlega í sig sjálf Jonnans, Önn-
unnar, Finnsins og Dísunnar, að þeir verða
þau. Vampýran getur af sér nýja vampýru,
tvöfaldast, þannig er tvífaraminnið nátengt
vampýrunni.5 Djöflamireru beinlínis skap-
aðir sem tvífarar fjórmenninganna og eins
og í mörgum klassískum tvífarasögum yfir-
tekur tvífarinn fmmyndina.6 Vampýran er í
raun „fijósöm", hún setur af stað ferli, end-
urfæðingu, þeir sem bitnir em af vampým
verða sjálfir vampýrur og áfram. Vampýran
er með öðrum orðum tengd erótík að því
marki að í henni sameinast fijósemi og
dauði.
Hringrás er hafin.
Annan endurfæðist (beinlínis) og tekur
við hlutverki Johnnys að annast eggin fjög-
ur. Dísan er hoggin í tvennt við að fæða, þrír
hlutar myndast, afkvæmið og hún í tveimur
bútum:
Og Dísan stiýkur höndum eftir bólgnum
kviðnum. [ . . . ] Ekki lengur lítið. Hún
klofnar. Það heggur hana í tvennt (99)
Finnurinn sameinast hafinu, er étinn af
skrímslum hafsins:
Hafflöturinn rís lóðréttur. [... ] Háhýsið rís
við enda götunnar [... ] Eitthvað ryðsvart
bærist undir ólgandi yfirborðinu. [... ] Það
teygir fram kjaftinn. [ . . . ] Og Finnurinn
hverfur í hvítan, hvasstenntan blossann
(94)
Jonninn sameinast nóttinni, skýjunum sem
mynduðu andlit hans:
TMM 1993:1
79