Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 90
[... ] dimm ský hrannast upp og breytast í
stórt höfuð með þanda nasavængi, þykkar
varir, djúp ör á hvorri kinn og rautt/grænt
stjömublik í augum. Himinninn andar
[... ] Dregur djúpt að sér andann og Jonn-
inn sogast út í nóttina (90)
Dauði þeirra er fijósamur, hann hefur til-
gang, fæðingu og eflingu, sameiningu.
Hvasstenntur blossi
í vampýrunni sameinast ástalíf, hryllingur,
frjósemi og dauði. Á ástalífi vampýrunnar
er bannhelgi, aðdráttarafl hennar er hrylli-
legt, blóðið, miðilhnn, er óhreint. Vamp-
ýran hefur tapað sínu mannlega sjálfi, hún
stjómast algerlega af hvötum sínum, þrá
eftir að leggja varimar að hálsi manneskju,
opna göt á húðina og drekka í sig blóð og
líf.
Samkvæmt Biblíunni er blóð forboðið
manninum (sbr. I. Mós. 9.4), blóðið er lífið
og bölvun hvílir á þeim sem leggur sér það
til munns.
Því að svo er um líf alls holds, að saman fer
blóð og líf, og fyrir því hefi ég sagt við
ísraelsmenn: „Þér skuluð ekki neyta blóðs
úr nokkru holdi því að líf sérhvers holds,
það er blóð þess. Hver sá, er þess neytir,
skal upprættur verða.“ (III. Mós. 14).
Vampýran er bölvuð því hún brýtur gegn
hinu helga banni, hún liftr einmitt á blóði,
líf hennar er bannfært því hún brýtur bannið
en lifir samt af. Hún er úrkast úr mannlegu
samfélagi, sjálf bannhelg, og verður um
leið eftirsóknarverð, því bannhelgi fylgir
alltaf þrá eftir að brjóta gegn henni.
Að gera engla í sandinn
Andstætt Stálnótt er Engill pípuhattur og
jarðarber falleg lítil saga um drenginn
Stein sem einn góðan veðurdag fer niður á
strönd með englinum sínum, stúlkunni
sinni, í bæ þar sem jarðarberjatré vaxa og
ilma. Annar heimur liggur samhliða þeim
bjarta, skuggaheimur, þar sem skuggi með
pípuhatt leiðir Stein í annan heim, þar sem
engillinn er nom sem tálgar hrafnsfjaðrir.
Heimamir snertast við og við og endalok
þeirra em hin sömu, hjólreiðaslys á hæð,
þaðan sem engillinn Mjöll svífur bh'ðlega
burt og Steinn liggur á vegarkantinum og
myndar X. Svo vill til að í upphaft bókar-
innar vaknar hann í skuggaheiminum ein-
mitt í þeirri stöðu.
Mjöll og Steinn vakna, borða skyr og fara
á kaffthús áður en strandferðin hefst. Á
ströndinni hitta þau skrautlegan mann,
borða fisk og missa af strandvagninum
heim, og verða að leigja sér hjól hjá draug
(sem þau vita ekki að er draugur). í skugga-
heiminum er enn meira flakk, úr tóma-
rúminu þar sem Steinn vaknar og er
,,leiddur“ af skugganum í ganginn bak við
spegla kaffihússins sem Mjöll og Steinn
hinn (bjarti) sitja í, sá gangur leiðir þá í
kaffthús, líka, þar sem Steinn hittir Mjöll
(hina), sem segist vera móðir hans. Næst
eru þeir komnir í háhýsahverfi sem hverfur
og þá eru þeir á sjávarlausum hafsbotni,
ganga gegnum skóg þar sem þeir hitta stól
og síðan koma þeir loksins upp í kofa
draugsins — sem leigði út hjóhð — á
ströndinni, rétt eftir að Mjöll og Steinn hinn
(bjarti) eru farin þaðan. Og síðan hjólreiða-
ferð beggja para og slys.
80
TMM 1993:1