Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 98
Árni Sigurjónsson
Fáein orð um Camille Paglia
Eftirmáli við grein um Madonnu
Höfundur greinarinnar sem hér fer á undan,
Camille Paglia, er amerískur dálkahöfund-
ur og fræðimaður og hefur vakið mikla
athygli vestanhafs á undanfömum árum.
Paglia er prófessor í kvennafræði og vakti
fyrst vemlega athygli með bók sinni Sexual
Personae, sem er söguleg úttekt á viðhorf-
um til kynferðishlutverka. Margt mun hafa
ýtt við mönnum í þeirri bók, meðal annars
þessi orð: ,,Ef konur hefðu náð undirtökum
í siðmenningunni byggjum við enn í strá-
kofum“ (xi).
í nýju greinasafni, Sex, Art, and Ameri-
can Culture (1992),1 áréttar hún ýmsar
skoðanir sínar sem ganga þvert á viðtekin
sjónarmið bandarískra femínista og má
segja að hún sé fulltrúi nýrra strauma eða
nýrrar kynslóðar í umræðu um kynhlutverk
og jafnréttismál. Meðfylgjandi grein Paglia
um poppgoðið Madonnu er ágætt dæmi um
þetta.
Paglia er hnyttinn penni, menntuð og æði
afdráttarlaus í skrifum sínum. Mörgum
kvenfrelsissinnum mun þykja að sér vegið
með skrifum hennar, en ekki verður þó efast
um að Paglia berst fyrir jafnrétti kynjanna.
Hún var ung á 7. áratug aldarinnar þegar
poppmenning og sjónvarp voru að verða
sjálfsagður hluti af lífi æskufólks, enda seg-
ir hún að alþýðumenning sé ástríða sín.
Poppmenningin er að sögn hennar endur-
vakinn vestrænn heiðindómur og henni
fylgi ágengni og klám sem stangist á við
ríkjandi femínisma. Forsprakkar hins hefð-
bundna femínisma eru að dómi Paglia
staðnaðir í sjúklegri vandlætingu og tepru-
skap sem minni á bindindishreyfinguna í
byrjun aldarinnar.
Paglia er lítt hrifrn af skiptingu í hægri-
sinna og vinstrisinna, sem hún telur úr sér
gengna; hún aðhyllist lýðræði, deilir hart á
gamlar stofnanir en er jafnframt að nokkru
leyti skyld rótttækum fijálshyggjumönnum
því hún hafnar hverskonar opinberum af-
skiptum af einkalífi, svo sem af fóstureyð-
ingum, hómósexúalisma, vændi, klámi,
eiturlyfjaneyslu og sjálfsvígum.
Af skrifum Paglia að dæma er hún þaul-
kunnug háskólalífi í Bandaríkjunum og
hefur hún ýmislegt út á það að setja. Hún
styður fomar menntir og hafnar ofuráherslu
á samtímann: „Það er hin mikla fortíð og
ekki óljós nútíðin sem veitir bestan aðgang
að ffamtíðinni," segir hún (viii). Þá hefur
hún fengið sig fullsadda af franskri síð-
formgerðastefnu; nýrýni í bókmenntafræði
lenti að sönnu í ógöngum með því að hafna
sálgreiningu og sögu. Sjálf leitaði Paglia þá
88
TMM 1993:1