Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 98
Árni Sigurjónsson Fáein orð um Camille Paglia Eftirmáli við grein um Madonnu Höfundur greinarinnar sem hér fer á undan, Camille Paglia, er amerískur dálkahöfund- ur og fræðimaður og hefur vakið mikla athygli vestanhafs á undanfömum árum. Paglia er prófessor í kvennafræði og vakti fyrst vemlega athygli með bók sinni Sexual Personae, sem er söguleg úttekt á viðhorf- um til kynferðishlutverka. Margt mun hafa ýtt við mönnum í þeirri bók, meðal annars þessi orð: ,,Ef konur hefðu náð undirtökum í siðmenningunni byggjum við enn í strá- kofum“ (xi). í nýju greinasafni, Sex, Art, and Ameri- can Culture (1992),1 áréttar hún ýmsar skoðanir sínar sem ganga þvert á viðtekin sjónarmið bandarískra femínista og má segja að hún sé fulltrúi nýrra strauma eða nýrrar kynslóðar í umræðu um kynhlutverk og jafnréttismál. Meðfylgjandi grein Paglia um poppgoðið Madonnu er ágætt dæmi um þetta. Paglia er hnyttinn penni, menntuð og æði afdráttarlaus í skrifum sínum. Mörgum kvenfrelsissinnum mun þykja að sér vegið með skrifum hennar, en ekki verður þó efast um að Paglia berst fyrir jafnrétti kynjanna. Hún var ung á 7. áratug aldarinnar þegar poppmenning og sjónvarp voru að verða sjálfsagður hluti af lífi æskufólks, enda seg- ir hún að alþýðumenning sé ástríða sín. Poppmenningin er að sögn hennar endur- vakinn vestrænn heiðindómur og henni fylgi ágengni og klám sem stangist á við ríkjandi femínisma. Forsprakkar hins hefð- bundna femínisma eru að dómi Paglia staðnaðir í sjúklegri vandlætingu og tepru- skap sem minni á bindindishreyfinguna í byrjun aldarinnar. Paglia er lítt hrifrn af skiptingu í hægri- sinna og vinstrisinna, sem hún telur úr sér gengna; hún aðhyllist lýðræði, deilir hart á gamlar stofnanir en er jafnframt að nokkru leyti skyld rótttækum fijálshyggjumönnum því hún hafnar hverskonar opinberum af- skiptum af einkalífi, svo sem af fóstureyð- ingum, hómósexúalisma, vændi, klámi, eiturlyfjaneyslu og sjálfsvígum. Af skrifum Paglia að dæma er hún þaul- kunnug háskólalífi í Bandaríkjunum og hefur hún ýmislegt út á það að setja. Hún styður fomar menntir og hafnar ofuráherslu á samtímann: „Það er hin mikla fortíð og ekki óljós nútíðin sem veitir bestan aðgang að ffamtíðinni," segir hún (viii). Þá hefur hún fengið sig fullsadda af franskri síð- formgerðastefnu; nýrýni í bókmenntafræði lenti að sönnu í ógöngum með því að hafna sálgreiningu og sögu. Sjálf leitaði Paglia þá 88 TMM 1993:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.