Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 103
Ritdómar
í ráðleysinu miðju
Einar Kárason: Heimskra manna ráð. Mál og menn-
ing 1992. 233 bls.
Þótt Einar Kárason hafi sýnt með sölutölum að
hann á greiðari aðgang að þorra fólks en margur
annar rithöfundurinn, hefur það ekki orðið til
þess að umhverfis hann hafi hljómað margradda
halelújakór. Þvertámóti, árangurhans „ámark-
aðnurn" hefur fælt marga þá sem skrifa um
bækur ffá honum, jafnvel rekið þá inn á lendur
tortryggni og grunsemda; það hlýtur að vera
eitthvað bogið við alla þessa sölu og eftir á að
hyggja, var þessi svokallaða gróska á níunda
áratugnum ekki bara hálfgert plat, sögur fyrir
hugsunarlausa þjóð? Þessar vangaveltur ná há-
marki sínu í samanburðarfræðinni; andspænis
sundurleitri stórsveit níunda áratugarins standa
„þijú á palli módemismans", þau Svava, Thor
og Guðbergur og svo er háð einhverskonar
söngvakeppni þar sem stigin falla öll þeim síð-
amefndu í vil, öllu hefur hrakað síðan á sjöunda
áratugnum. Reyndar em íslendingar ekki einir
um að stunda bókmenntastríð í þessum stfi. í
Þýskalandi var fyrir tveimur árum stöðugt verið
að bera höfunda níunda áratugarins saman við
þá Grass, Böll, Weiss, Enzensberger og Gmppe
47, og lofsama þá samfellu hágæðabókmennta
og þjóðfélagslegrar virkni sem talin var ein-
kenna þessa tíma. Þessi afstaða kallaði auðvitað
á hinar öfgamar og útkoman varð á stundum hið
mesta kák; fræðimennska á þessum nótum á
alltaf á hættu að enda í karpi líku því sem fram
fór í Dagblaðinu einhverntíma á mínum yngri
ámm þegar tveir drengir rifust um það í heilan
vetur hvort Bay City Rollers eða Slade væm
betri hljómsveit.
Annað sem stundum heyrist um sögur Einars,
er að þær séu einskonar sefjunarbókmenntir;
það vanti kraftmiklar bókmenntir sem „veki
TMM 1993:1
93