Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Side 12
í gegnumlýsingunni mættust skuggamynd og skyggning en samruni þeirra í „skyggnunni“ varð þó ekki íyrr en rétt um sextíu árum síðar. Nafnorðið skyggna í eintölu merkir upphaflega „sjón“ en í fleirtölu „glyrnur“, „skjáir" eða „galopin augu“. Sögnin á sér margar merkingarmynd- ir sem flestar tengjast sjón á einn eða annan hátt, meðal annars í merking- unni að „gegnumlýsa" (samanber þá aldagömlu iðju að skyggna egg). Sögnin getur þó einnig merkt að „skyggja á“ og að „spegla“, samanber orðsambandið að „skyggna sig“. Skuggamyndir og skyggnur tengjast því í „skuggsjánni" og er það einkar athyglisvert með hliðsjón af stöðu ljósmyndarinnar sem list eftirlíkingarinnar — hinum fullkomna spegli. Skyldleikinn milli hinnar gagnsæju, gegnumlýstu skuggamyndar og skyggnunnar virðist svo augljós að það er eiginlega furðulegt að síðara orðið skuli ekki koma fram fyrr en 1974. Skyggnan hefur engan veginn útrýmt skuggamyndinni úr málinu og þar kann hinn ungi aldur hennar að vega þyngst. í þessu sambandi má þó einnig huga að tengslum skyggnunnar og þeirrar eftirmyndar sem hún varpar frá sér fyrir tilstilli sýningarvélarinnar. Sú mynd er ekki skyggnan sjálf heldur spegilmynd hennar og endurvarp og í þeim skilningi hefur skuggamyndin aldrei horfið af tjaldinu. Undarlegir fangar ... því hvornenn kunna Menn ad skygna Glased eda Soolena biartare ad giora? — Vídalínspostilla (1724) Skuggamyndum (eidólon) bregður víða fyrir í Ríkitiu, ekki síst í hinni frægu hellislíkingu þar sem Platon líkir skynjun raunveruleikans við upplifun á skuggamyndasýningu. Fangarnir í hellinum eru ekki færir um að greina neitt sem máli skiptir með skynfærunum, veruleikinn sem þeir þykjast sjá er eingöngu búinn til úr ófullkomnum og hverfulum eftirlíkingum. Þekkingin og sannleikurinn býr í heimi frummyndanna, heimi algildra sanninda, en sá heimur verður aðeins greindur með skýrri hugsun. Hellisbúarnir eru fang- aðir af skynjun sinni, þeir sjá aldrei sólina, hina sönnu uppsprettu þekking- arinnar, aðeins „skuggamyndir“ af allskyns tólum og líkneskjum, hverfúlan sýndarveruleika. Platon taldi skuggana í hellinum byrgja mönnum sýn en honum var þó enn meira í nöp við þær skuggamyndir sem skáld og myndlistarmenn brugðu upp. Skáldskapurinn — hermilistin — var í huga Platons „skugga- 10 TMM 1994:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.