Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Page 119

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1994, Page 119
arumræðunni eftir þegar íjallað er um hagþróun á einstökum tímabilum, með því að setja ffam einhverja mælikvarða á aðhaldsstig stefnunnar í ríkisfjármál- um og peningamálum,3 sem hefði verið mögulegt fyrir síðustu áratugi. Það hefði komið í veg fyrir hæpna umfjöllun, eins og t.d. um árin 1987 og 1988 á bls. 75. Mælikvarðar á aðhaldsstig stefnunnar í ríkisfjármálum sýna mjög slaka fjár- málastjórn á árinu 1987, þar sem halli ríkissjóðs hélst óbreyttur frá fyrra ári þrátt fyrir gífurlegan hagvöxt. Aðhalds- stig stefnunnar í peningamálum jókst hins vegar á árunum 1987 og 1988 sam- fara hækkandi raungengi og raunvöxt- um. Til viðbótar við slök tök í ríkisfjármálum skapaði ákvörðun um skattlausa árið 1987 mikla ofþenslu og aukning kaupmáttar varð mun meiri en fékk staðist til lengdar. Þessi þróun skap- aði alvarleg vandamál í útflutnings- greinunum þegar útflutningstekjur tóku að lækka á árinu 1988. Ríkisstjórnin sem tók við haustið 1988 beitti sér ekki einungis fyrir milli- færslum og skuldbreytingu í sjávarút- vegi. Aðhald í ríkisfjármálum var aukið til að skapa forsendur fyrir lægri raun- vöxtum og raungengi án þess að verð- bólga færi úr böndum, en það átti að vera mikilvægur hluti af stefhu hennar. Þetta aðhald kom fram með miklum þunga á árinu 1989, eins og mælikvarðar þar um sýna, en á sama tíma var raun- gengi lækkað niður á stig sem gat staðist og þannig skapaðar forsendur til að festa gengið frá og með desember 1989. Þar með höfðu efnahagsleg skilyrði þjóðarsáttarsamninganna í febrúar 1990 verið sköpuð. Hugleiðingar Sigurðar í kafla um efhahagsstjórn á Islandi (bls. 78-81) er gott umræðuinnlegg. Þar varpar hann því ffam að hagstjórn hér á landi hafi haft tilhneigingu til að vera ofvirk í nið- ursveiflum en óvirk í uppsveiflum, sem hefur fremur magnað sveiflurnar í þjóð- arbúskapnum. Þetta er að hluta til rétt hjá Sigurði. Á móti kemur að fslandi hefur þrátt fýrir allt gengið þokkalega að laga sig að ytri áföllum, sem líklega hafa verið tíðari og stærri en flest OECD-ríki hafa þurft að glíma við. Þessi aðlögun- arhæfhi hefur birst í mjög svo sveigjan- legu raungengi og raunlaunum. Kostnaðurinn hefur hins vegar birst í meiri verðbólgu en í nágrannaríkjunum og meiri sveiflum lífskjara almennings. Því er næsta öruggt að þessi hagstjórn- arstefna hefur ekki verið sú besta sem völ var á. Hins vegar er ólíklegt að það sé heppilegasta leiðin að taka allan sveigj- anleika úr hagstjórninni, síst af öllu með því að taka upp einhverja einfalda hag- stjórnarreglu eins og að stefna að föst- um vexti peningamagns, eins og Sigurður varpar fram sem möguleika á einum stað í bókinni. Ástæðan er sú að jafnvægishlutfall peningamagns og landsframleiðslu er breytilegt eftir hæð raunvaxta og yfirstjórn peningamála ræður vart yfir tækjum til að stýra vexti peningamagns svo vel sé.(Líklega væri betra að nota fastan vöxt nafnvirðis landsframleiðslu sem viðmiðunarreglu í hagstjórn hér á landi en fastan vöxt peningamagns. Sú regla hefur þó ein og sér ýmsa annmarka við íslenskar að- stæður sem ekki eru tök á að fara út í hér.) Gengis- og peningamál Fjallað er um gengis- og peningamál í tveim aðskildum köflum, þar sem fjallað er um gengismálin í kaflanum um utan- ríkisviðskipti. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á þessum sviðum undan- farin misseri. Má þar nefna óheftar fjár- magnshreyfingar til og frá landinu, sem hafa verið að komast á í áföngum frá TMM 1994:2 117
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.