Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 8
Ef þú ertfús að halda á haf
þótt hrönnin sé óð,
og hefur enga ábyrgð keypt
í eilífðarsjóð,
en lœtur bátinn bruna djarft
um boða og sker,
þá skal ég sœll um sjóinn allan
sigla með þér.
Undir erindið hefur Matthías skrifað, skömmu eftir að hann fékk bókina,
þetta svar við Þorsteini:
Nú er égfús að sigla um sjá,
þótt svelli báran hljóð,
— því skáldið hefur helgað mér
sitt hjarta, sál — og Ijóð —
og halda beint mót bárum hám
— ei bjargarlaus og fár,
því bak við hafsins hrikaleik
eru hjartans innstu þrár.
Berta föðursystir hans sem bjó á heimilinu var sú eina sem hann gat lesið
kvæðin sín fyrir, og þegar hún hafði hlustað á innblásið kvæði um Heklu-
gosið eftir unglinginn sautján ára varð hún sannfærð um að þarna væri skáld
á ferðinni. „En amma mín, Helga Magnea, hún var alltaf sannfærð um að ég
yrði biskup!“ Og Matthías hlær hressilega.
Nú hefur Matthías gefið út alls 17 ff umsamdar ljóðabækur sem sumar eru
miklar að vöxtum, þrjú smásagnasöfn og eina skáldsögu. Hann hefur samið
leikrit fyrir svið og sjónvarp, fræðibækur og viðtalsbækur, auk greina, viðtala,
Reykjavíkurbréfa, leiðara og „helgispjalls“ í málgagn sitt. Ekki er fjarri lagi
að telja hann afkastamestan núlifandi íslenskra rithöfunda. Matthías hefur
fengið heiðurslaun Alþingis síðan 1984. Hann lítur á þau sem æðsta heiður
sem rithöfundi getur fallið í skaut hér á landi, og hefur ekki viljað taka þátt
í samkeppni um bókmenntaverðlaun hér á landi síðan þá. Öðru máli gegnir
um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: „Þá hleyp ég með ísland á brjóst-
inu, og það þykir mér upphefð," segir hann.
Matthías kynntist konu sinni, Hönnu Ingólfsdóttur frá Hólsfjöllum,
haustið 1949. Hún er hárgreiðslukona og rak stofu í mörg ár. í viðtali við
nafna sinn Matthías Viðar Sæmundsson í bókinni Stríð og söngur (1985)
gefur Matthías þessa skýru smámynd af þeim hjónum:
Við Hanna erum ólík eins og vel kom í ljós þegar við lögðum leið
okkar til Öskju um árið. Ég festi bílinn í snjóskafli svo við urðum
að gista heila nótt á gosstöðvum Dyngjufjalla. Mér kom ekki dúr
6
TMM 1996:3