Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Qupperneq 22

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Qupperneq 22
ekki í tilbúnum eða kannski uppábúnum stellingum þar sem hann heldur að lotningin hæfi honum best. Það er ekki laust við að ég sé að þessu leyti pínulítill sósíalrealisti. Það skyldi þó ekki vera?“ Mérfannst égfmnafyrir Sálminum um blómið í sálmunum þínum. Getur það verið? „Ekki mér vitanlega, en ef það er tilfellið þá gleðst ég yfir því. Það fyndist mér gott veganesti." Kannski er afstaða Þórbergs og einlœgni bara svipuð tóninum í Sálmunum. En hvað með „Mater dolorosa“ eftir Jóhannes úr Kötlum? „Nei, ég get ekki séð nein meðvituð áhrif á Sálmana. Þeir eru bara náttúrufyrirbrigði. Þeir komu í einu, ortir í æði eins og Hólmgönguljóð, ég var varla mönnum sinnandi. En heitið á þeim getur verið meðvituð ögrun. Atómskáldið slær í borðið og segir: Það er ekkert eitt fyrirbrigði sem heitir sálmur. Þetta geta verið sálmar eins og hvaða hefðbundnir sálmar sem eru. í þessum sálmum er lotning, en það er lotning fyrir hversdagslegu lífi mannsins þar sem hann stendur andspænis forsjóninni, skrautlaust og einlægt. Engar krúsídúllur eða tákn til að fela sig bak við, og engar skírskot- anir eins og off annars í kvæðunum mínum.“ Þófmnst mér í 13. sálmi aðþú sért að spjalla við Hannes Péturssonþegarþú segir „Asklok er ekki himinn. II Og ég trúi því ekki / að kistulok taki við / af himni og heiðum stjörnum. “ „Já, þetta er svar við „Söngvum til jarðarinnar“ eftir Hannes — „Undarleg ó-sköp að deyja / hafna í holum stokki, / himinninn fúablaut fjöl / með fáeina kvisti að stjörnum.11 Þetta er ekki mín skynjun en ég reyni að svara honum hlýlega.“ Aldarfjórðungi síðar komu Sálmarnir útsér í bók, og nú eruþeir ekki lengur 49 sem mér fannst falleg táknrœn tala —þú segir með henni aðþú sért ekki að keppa við Hallgrím Pétursson — heldur 65 — er það líka táknræn tala? „Ja, kannski ekki táknræn tala en táknar þó meira öryggi. Ég er búinn að kanna það að enginn getur hafnað því að þetta séu sálmar — á okkar öld. Ef ég trúi því, eins og ég gerði þegar ég gaf þá út í annað sinn, þá legg ég til hliðar alla hæversku. En Hallgrímur Pétursson fylgdi mér úr æsku því móðir mín talaði oft um hann við mig og kenndi mér hann. Ég átti mjög trúaða móður. Hún var bæjarfógetadóttir í Reykjavík, og þegar inflúensan kom 1918, Spánska veikin, þá fór hún niður í Miðbæjarskóla og líknaði veiku og deyjandi fólki. Þar tók hún fátækan dreng að sér og foreldrar hennar ættleiddu hann, hann var eins og bróðir hennar. Hann hét Ólafúr Engilbert og átti að fá nafn afa míns þegar hann yrði fermdur en hann dó áður. Það var mikil sorg í fjölskyldunni. Eina skiptið sem hann hét fullu nafni þessa fólks var í dánartilkynningunni. Svona kona var móðir mín.“ Þú fjölgar Sálmunum en styttir líka oft þá gömlu og breytingarnar eru yfirleitt til bóta, en margar mœtti rœða. Mér finnstþú hátíðlegri í endurgerð- 20 TMM 1996:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.