Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Qupperneq 27
setningu um œskuheimili þitt: „íþessu húsi áttum við aldrei neinnfrið“. Hvað
meinarðu og afhverju sótti fortíðin á þig einmitt á þessum tíma?
„Þessi bók gerist á styrjaldarárum og ytri umgerðin er styrjaldarumhverfi
þessa litla drengs. En inntak bókarinnar er hans eigið stríð og leit hans að
föður sínum. Ég segi einhvers staðar að ég hafi verið að yrkja þessa bók í
tuttugu ár, en eftir að ég hafði ort Dagur ei meir þá fannst mér ég hafa burði
til að yrkja hana. Þetta var erfið bók, því annað hvort takast ljóðin í þessu
formi eða þau takast ekki. Þetta er einstigi milli hefðar og nýs tíma, bundins
forms og formleysu. Á árunum þegar ég ólst upp var þúsund ára hefð að
brotna upp, ekki síst vegna þess að ísland var hernumið. Það koma hundrað
þúsund ungir hermenn utan úr heimi. Heimurinn er kominn í heimsókn í
fyrsta skipti og hann kemur með ófrið. Ófrið sem setur allt úr skorðum, en
er um leið upphafið að nýrri þjóð, nýju landi, nýrri veröld. Nýtt upphaf. í
þessum hildarleik og þessum átökum er ég á viðkvæmum aldri og bý á
átakamiklu heimili. Þessi bók kom allt í einu, í þessu formi. Ég gæti ekki ort
hana í dag.“
Myndir Erró passa betur við þessa bók en myndirnar í Dagur ei meir.
„Þó langar mig til þess að sjá hvernig kvæðin eru án myndanna. Líklega
verða þau persónulegri ein, myndirnar trufla svolítið, þær eru svo sterkar.
En mér þykir vænt um samfýlgd okkar Errós.“
Tveggja bakka veður kom út 1981. Tónn hennar er óvœntur, tcer, mildur og
rómantískur, tregablandinn — eins og kökkur í hálsi. Þarna er nýr Matthías.
Það er eins og næstu bœkur á undan hafi skúrað huga þinn. Þú losnaðir við
samtímann ogfortíðina oggast tekist á við þína eigin sál, þitt eigið innra líf.
„Og endurmetið eigin ljóðlist í rólegheitum. Það er mikil sátt í þessari bók,
og vísbending um hvernig reykvískur strákur getur sæst við arfleifðina.“
Það eru þó fremur persónulegu Ijóðin sem maður festir sig við en þau
sögulegu. í Mörg eru dags augu varð vart annarrar konu en eiginkonunnar, til
dæmis í Ijóði IV í „Á ferð um landið“ sem endar á erótískri ogfallegri mynd.
Ennþá fleiri falleg Ijóð um konur koma í Tveggja bakka veðri, þar sem þú líkir
þeim til dæmis við kvöldsól á heiðinni, freistingu og ögurstund. Finnst þér þú
vera of opinskár íþessum Ijóðum?
„Nei. Þessi ljóð eru bara eins og þau eiga að vera.“
Þú ert sjaldgæflega opinskár í Ijóðum þínum — þó að opinská Ijóð séu ekki
endilega opin, eins ogþú sagðir áðan, þau geta sagt annað en þauþykjast segja.
En óneitanlega talarðu við lesandann um margtsem önnur skáld myndu setja
í neðstu skúffuna innst af hræðslu við að koma upp um það.
„Það er annar hlutur í þessu. í bókinni minni um Jónas Hallgrímsson
bendi ég á að maður geti aldrei verið viss um hvenær hann er að tala um
landið og hvenær hann er að tala um konuna. Og hvaða konu? Tveggja bakka
veður er ffamhald af Jörð úr ægi. Konan er vafin inn í landið.“
í Tveggja bakka veðri eru nokkur söguleg kvæði, en égverð að viðurkenna að
mér finnst úrvinnsla þín úr fortíðinni oft vera of tilfinningaleg til að vera
TMM 1996:3
25