Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 32
við meðvituð áhrif frá breska skáldinu Philip Larkin. Ég tel að það sé
ávinningur af því að verða fyrir áhrifum ef maður getur unnið úr þeim
eitthvað sem mann langar til að gera sjálfan og sem er nýtt, þau áhrif á maður
að rækta meðvitað en ekki pukrast með þau. Mér finnst alltof oft að menn
séu að pukrast með sín áhrif. Öll kvæði eru samtöl við þá sem eru komnir á
undan og eru í kringum okkur.“
Égspurði sjálfa migað loknum lestri: Erþessi bók viðbrögð við starfmu, eilífu
áreitinu sem þú hefur talað um eða er þetta fögnuður yfir því að múrinn skuli
verafallinn? Eða kannski hvort tveggja?
„Það er einhver gleði yfir nýrri reynslu í þessari bók, og hún sýnir að ég
er ekkert hræddur við að taka sjálfan mig ekki alltof hátíðlega. Ég hefði
áreiðanlega ekki ort hana þegar ég átti undir högg að sækja. Hún er yfirlýsing
um að ég tel mig lausan úr þeirri kreppu. Ég er frjáls og yrki það sem mér
sýnist!“
Mætir dauður á frumsýningu
Einir smámunirnir í Fuglunum heita „Horft um öxl“ og hefjast svo: „Það var
skrýtið að upplifajjaðrafok“. Þessi lína leiddi huga minn að leikritunumþínum
sem hafa fengið misjafnari dóma en Ijóðin. Finnst þér þú vera leikritaskáld?
Hefðirðu viljað skrifafleiri leikrit?
„Nei, en mér finnst gott að hafa fengið tækifæri til að reyna þetta svið eins
og önnur. Ég hafði gaman af að skrifa leikritin meðan ég var að því. En þegar
maður skrifar leikrit þá er maður í svo fjölmennu kompaníi að maður ræður
litlu. Og niðurstaðan er eins og hún er hvort sem manni líkar betur eða ekki.
En það er mikið ævintýri að sjá leikrit lifna og annað fólk túlka það sem
maður hefur verið að reyna að hugsa og setja á svið, þó að það verði aldrei
eins og maður hugsaði sjálfur. Ég hef minni áhuga á að skrifa leikrit eftir því
sem ég eldist, og ég held að mér finnist síðasta leikritið mitt, „Sjóarinn,
spákonan, blómasalinn, skóarinn, málarinn og Sveinn", eins ljóðrænt og ég
get orðað mínar hugsanir um annað fólk í leikritsformi. Eiginlega liggur
engin leið þaðan.
„Sólmyrkvi“, fýrsta leikritið mitt, hefur aldrei verið sýnt, en Ragnar gaf
það út. Það fjallaði um næsta nágrenni mitt þegar ég var ungur blaðamaður,
og ég hef þá rómantísku skoðun að það sé viðamesta verkið mitt. En ég hef
ekkert verið að biðja um að það verði sýnt, af því ég vil lifa í þessari blekkingu
og eiga þá eitthvað inni ef út í það færi. Svo er annað verk sem ég lagði mikið
upp úr, það var „Sólborg“, sem hefur bara verið prentað. Mér var boðið að
láta færa það upp í Þjóðleikhúsinu en ég vildi það helst ekki af því ég var
dálítið lemstraður ennþá eftir „Fjaðrafok“. Þá. Stundum síðan hef ég gælt
við þá hugmynd að það væri hægt að gera úr „Sólborgu“ dramatíska sýningu
30
TMM 1996:3