Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Page 35
og verktakar almenningsálitsins önnum kafnir að reka blóðuga nagla í hatm Þetta er alvörugeftn bók. „Þetta er bók sem er sprottin úr langri og stundum dýrkeyptri reynslu manns sem hefur horft á veröldina í kringum sig og upplifað hana með ýmsum hætti, sem hefur horft á ógæfu fólks og ofbeldisverk og ekki alltaf verið yfirgengilega hamingjusamur með vegferð mannsins á tuttugustu öldinni. í þessu erindi er auðvitað skírskotun í Stein, 51. passíusálm, og líka í Sigurð Nordal sem segir ffá þessu hundshræi í Einlyndi og marglyndi. Allir gengu framhjá því með fyrirlitningu, spörkuðu í það, héldu fyrir nefið. En svo kom Kristur og sagði: Þessar hvítu tennur glitra eins og perlur! Svo heldur kvæðið áfram og þar er minnst á erfiðleika mannsins, en í lokin kemur fram viss gleði yfir þessari reynslu þegar ég segi: við gróin haustspor í huga eins og vötn ogfugl bregði vœng að hringiðu deyjandi báru og vitundþín vex eins og minnislaus tímifelli ársín að ári oggeislandi daga að deyjandi skímu. Við erum auðvitað á vegferð um dauðann. En það er viss fögnuður þarna líka.“ Svo talarðu um Shiva, Bagavad-gida, Indra og svo framvegis. Heldur þú að almennur lesandi skilji Ijóðin í fyrsta hluta þessarar bókar án þess að vita eitthvað utn austrcen trúarbrögð? „Ég ætlast ekki endilega til þess, en ég ætlast til þess að góður lesandi skilji eða komist í samband við það ljóðræna andrúmsloft sem er nægilegur boðskapur að mínu viti.“ Er ekki nauðsynlegt til skilnings aðþekkja þetta? „Nei. Vegna þess að ljóð eru til þess að breyta lesendum í skáld. Þau eru eins og efnahvörf — losa um skáldið í huga lesandans. Og í svona kvæðum fá lesendur mörg tækifæri til að njóta þess að vera sjálfir skáld, og halda áfram að velta fyrir sér þessari vegferð okkar frá Indlandi og heim til íslands og upplifa hana eins og þeir vilja sjálfir. Þetta er minning um okkur sjálf, vegna þess að við erum með þessar skírskotanir í blóðinu. I litningunum. Það hefur verið sagt að mesta minni sem til er sé minni litninganna. í fyrsta hluta bókarinnar er fjallað um almenna sögulega geymd mannsins, dýrmætasta arf sem við eigum. En reynt að setja hann í þann skáldlega búning að hver og einn ætti að geta upplifað þessa reynslu eins og honum þóknast en ekki eins og ég geri tilkall til, því ég geri ekkert tilkall. Þessi fyrstu ljóð eru minning um þessa löngu vegferð okkar sem er að mínu viti álíka heillandi og him- inninn yfir okkur. TMM 1996:3 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.