Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Page 35
og verktakar almenningsálitsins önnum kafnir
að reka blóðuga nagla í hatm
Þetta er alvörugeftn bók.
„Þetta er bók sem er sprottin úr langri og stundum dýrkeyptri reynslu
manns sem hefur horft á veröldina í kringum sig og upplifað hana með
ýmsum hætti, sem hefur horft á ógæfu fólks og ofbeldisverk og ekki alltaf
verið yfirgengilega hamingjusamur með vegferð mannsins á tuttugustu
öldinni. í þessu erindi er auðvitað skírskotun í Stein, 51. passíusálm, og líka
í Sigurð Nordal sem segir ffá þessu hundshræi í Einlyndi og marglyndi. Allir
gengu framhjá því með fyrirlitningu, spörkuðu í það, héldu fyrir nefið. En
svo kom Kristur og sagði: Þessar hvítu tennur glitra eins og perlur! Svo heldur
kvæðið áfram og þar er minnst á erfiðleika mannsins, en í lokin kemur fram
viss gleði yfir þessari reynslu þegar ég segi:
við gróin haustspor í huga
eins og vötn ogfugl bregði vœng
að hringiðu deyjandi báru
og vitundþín vex eins og minnislaus
tímifelli ársín að ári oggeislandi
daga að deyjandi skímu.
Við erum auðvitað á vegferð um dauðann. En það er viss fögnuður þarna
líka.“
Svo talarðu um Shiva, Bagavad-gida, Indra og svo framvegis. Heldur þú að
almennur lesandi skilji Ijóðin í fyrsta hluta þessarar bókar án þess að vita
eitthvað utn austrcen trúarbrögð?
„Ég ætlast ekki endilega til þess, en ég ætlast til þess að góður lesandi skilji
eða komist í samband við það ljóðræna andrúmsloft sem er nægilegur
boðskapur að mínu viti.“
Er ekki nauðsynlegt til skilnings aðþekkja þetta?
„Nei. Vegna þess að ljóð eru til þess að breyta lesendum í skáld. Þau eru
eins og efnahvörf — losa um skáldið í huga lesandans. Og í svona kvæðum
fá lesendur mörg tækifæri til að njóta þess að vera sjálfir skáld, og halda áfram
að velta fyrir sér þessari vegferð okkar frá Indlandi og heim til íslands og
upplifa hana eins og þeir vilja sjálfir. Þetta er minning um okkur sjálf, vegna
þess að við erum með þessar skírskotanir í blóðinu. I litningunum. Það hefur
verið sagt að mesta minni sem til er sé minni litninganna. í fyrsta hluta
bókarinnar er fjallað um almenna sögulega geymd mannsins, dýrmætasta
arf sem við eigum. En reynt að setja hann í þann skáldlega búning að hver
og einn ætti að geta upplifað þessa reynslu eins og honum þóknast en ekki
eins og ég geri tilkall til, því ég geri ekkert tilkall. Þessi fyrstu ljóð eru minning
um þessa löngu vegferð okkar sem er að mínu viti álíka heillandi og him-
inninn yfir okkur.
TMM 1996:3
33