Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Page 36
Ég tel að maður eigi ekki að gera kröfur til lesenda sinna um að þeir skilji allt, — fyrir nú utan það að ég er ekkert viss um að lesendur skilji allt eins og skáldið þó að kvæðið sé opið og einfalt. Borges biður lesendur sína afsökunar ef þeir skilji kvæði hans undir eins, vegna þess að þá hafi þeir verið búnir að yrkja það sjálfir áður!“ En Ijóðaflokkurinn „Hið eilífaþroskar djúpin sín“... „Hann er skírskotun í kvæði eftir spánska skáldið Unamuno og samtal mitt við þau spænsku skáld sem Guðbergur Bergsson þýddi í bókinni sem ber sama nafn og ljóðaflokkurinn og kom út 1992. Ég fór með þá bók af ásettu ráði með mér um landið og fylltist af landinu á þessu ferðalagi og fann að ég átti svo mikið vantalað við þessi útlendu skáld. Þessi flokkur er ortur af manni sem er eins konar farvegur fyrir arfleifð okkar, umhverfi og náttúru og telur fagnaðarefni að eiga samtal við starfsbræður sína og fulltrúa þessarar spænsku menningar sem Guðbergur kynnti fyrir okkur og mér þótti mjög vænt um að fá í hendurnar því ég get ekki lesið spænsku. En ljóðaflokkurinn er bara mitt samtal og kemur ekki Spánverjunum við að öðru leyti. Verk Gunnlaugs Schevings eru eins íslensk og hægt er en samt eru þau stundum samtal Gunnlaugs við stóru spænsku málarana. Þegar ég fékk þessa bók í hendur þá var ég eins og Gunnlaugur Scheving og stend í listasafhi og er að horfa á spænska myndlist sem ég hef ekki séð áður, ég fæ hana bara í ljóði. Það getur verið að í þessum ljóðaflokki sé ákveðið íslenskt stolt yfir því hvað við eigum mikla arfleifð. Sem íslenskt skáld hef ég aldrei minnimátt- arkennd gagnvart skáldum annarra þjóða.“ Návist Jónasar Hallgrímssonar er sterkari íþessari bók en nokkru sinnifyrr, og auk þess gafstu út bókina Um Jónas árið 1993. Hvers vegna er Jónas svona mikilvœgur — og sterkur— undir lok 20. aldar? „Ég held að það séu ekki endilega ljóð Jónasar sem eru svo óskaplega mikilvæg — þó að þau séu mikilvæg í sjálfum sér og falleg og áminning um það að menn eigi að yrkja vel og hugsa stórt. En þau eru svo ólík okkar heimi, okkar umhverfí, okkar arfleifð eins og hún er núna að við erum náttúrlega vaxin frá Jónasi. Það sem gerir Jónas alltaf jafhmikilvægan er að í tengslum við hann og skáldskap hans er alltaf með einhverjum hætti það sem skiptir mestu máli á íslandi. Hann sagði okkur hvernig við ættum að upplifa það dýrmætasta sem við eigum, hvernig við ættum að vera við sjálf, hvernig við ættum að endurnýja arfinn, og hann sagði okkur hvernig við ættum að gera Heine að íslensku skáldi. Svo sagði hann okkur einnig að nútímavísindi geta verið full forsenda fyrir guðstrú okkar. Hann var fæddur með mesta trú- hneigð allra íslenskra skálda, en trú hans gekk í berhögg við vísindi hans tíma sem héldu því fram að efnið hefði ekki svigrúm fýrir guð. Hann hlustaði aldrei á það, og nú hafa skammtafræðingar sýnt fram á að efhið er ekki með forriti sem segir að guð sé ekki til. Þvert á móti er ekkert í efninu sem ætti að hafha þeim hugmyndum Jónasar að það sé skapari á bak við sköpunar- verkið. Nú er búið að sýna fram á að efnið getur breytt sér og birst í öllum 34 TMM 1996:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.