Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 47
Eysteinn Björnsson í kirkjugarði Hann gekk inn um garðshliðið. Sólin var komin hátt á loít. Gróðr- arilmur úr jörðinni. Nokkrir þrestir sátu í trjánum og sungu. Hann þrammaði löngum skrefum niður stíginn. Gljúp mölin lét undan með hvissandi marri eins og verið væri að kvelja kött. Gráyrj- óttur frakkinn var fráhnepptur og flaksaðist til og frá í takt við rauðan trefilinn og sítt hárið. Göngulagið var þyngslalegt og slangrandi en þó undarlega kraftmikið. Há trén skyggðu á sólina en geislarnir komust í gegn á stöku stað og sáldruðu gullnu ljósi yfir manninn á ferð milli leiðanna. Hann hægði á sér, nam staðar og litaðist um. Það rumdi í honum um leið og hann hélt aftur af stað og beygði til vinstri niður í mót. Hann gekk hægar og skoðaði legsteinana á leiðinni. Hikaði. Leit til baka. Hélt áfram. Allt í einu blasti það við. Þrír gráir steinkrossar sem stóðu hátt, sá í miðjunni stærstur. Dauft bros færðist yfir fölt andlitið og hrukkurnar dýpkuðu. Hann gekk ákveðnum skrefum fram hjá krossunum þremur, inn þröngan stíginn á milli leiðanna. Beygði sig niður, bærði varirnar um leið og hann las. Hallaði sér hálfboginn fram og studdi hendi á legsteininn. Steinn Steinarr skáld. Hann lét fallast niður í grasið. Horfði lengi á stafina. Loks seildist hann í vasann á frakkanum. Tók upp hálffullan fleyg. Skrúfaði tapp- ann hægt af og fékk sér vænan sopa. Að því búnu færði hann sig nær legsteininum, strauk yfir stafina, þreifaði í steinsárið — f. 13.10.1908 -d.25.5. 1958. — Ég er kominn hingað til þess að deyja, Steinn. Málrómurinn var grófur, hryglukenndur. Hann skók krepptan hnefann nokkrum sinnum áður en hann rétti úr handleggnum og opnaði greipina. I lófanum lá lítið glas með glærum vökva. Hann kreppti hnefann aftur utan um glasið og hló dimmum, hásum hlátri. — Eins og þú veist, Steinn, þá hef ég aldrei ort neitt af viti nema TMM 1996:3 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.