Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Qupperneq 49

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Qupperneq 49
staðið við bakið á mér. Þegar ég var veikur. Lánaði mér. Aldrei borgað. Foreldrar mínir. Hreykin af skáldinu. Alltaf að tala um það. Þoldi það ekki. Konurnar mínar. Börnin mín. Yngsti drengurinn. Augun. Augun hans. Af hverju horfa þau svona á mig? Pabbi — En ég? Ég hef aldrei elskað þau. Ekkert þeirra, Steinn. Það er meinið. Ég hef aldrei kunnað að elska aðra manneskju. Ég hef elskað ljóð. Ég hef elskað ljóðin þín, Steinn. En ekki fólk. Ekki fólk. Af hverju get ég ekki einu sinni elskað börnin mín? Segðu mér það. Ég — ég bið þig. Segðu mér sannleikann. Þú vilt kannski ekki særa mig en mér er alveg sama um sársaukann. Ég verð að fá að vita sannleikann. Láttu það koma. Var það hrokinn, Steinn? Ég veit að hann er verstur af dauðasyndunum sjö. Var það það sem ég sagði við gröf þína fyrir tuttugu árum? En þetta voru bara orð, Steinn. Og ekki einu sinni orð. Aðeins hugsanir. Hvernig geta hugsanir haft bölvun í för með sér? Ég bið þig. Svaraðu mér. Ég verð — Hann lét fallast niður í grasið með hálfkæfðri grátstunu. Axlirnar gengu upp og niður í krampakenndum hreyfmgum og niðurbældur gráturinn var undarlega hljómlaus. — Af hverju ertu að gráta? Hann kipptist við. Reis upp við dogg og þurrkaði snöggt framan úr sér með frakkaerminni. Lítill drengur, á að giska átta ára, stóð álengdar og horfði á hann alvarlegur á svip. Hann var í mórauðri peysu og bláum gallabuxum með jarpt hár og stór, dökk augu. — Hvaðan kemur þú, drengur minn? sagði skáldið dimmum rómi. — Ha, ég? Ég kem bara úr Kópavoginum. — Áttu heima þar? spurði skáldið og færði sig til svo bakið nam við legsteininn. — Já, sagði drengurinn og hafði ekki augun af skáldinu. — Og hvað ert þú að gera hér svo snemma morguns? sagði skáldið og ræskti sig. — Ég er að heimsækja afa minn. — Nú, býr hann hérna í grenndinni? Skáldið litaðist um. — Ha, nei, sagði drengurinn og roðnaði. Hann er dáinn. Ég kem svo oft að heimsækja hann. Ég kalla það að fara í heimsókn. Hérna er steinninn hans, sagði hann og klappaði á legsteininn við hlið sér. Skáldið þagði og horfði á drenginn sem hélt áfram að strjúka legsteininn, fínum, mjúkum hreyfingum. TMM 1996:3 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.