Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 58
í Kaupmannahöfn um miðja 19. öld og því hefur verið haldið fram að fyrirlestrum Martensens megi að vinsældum og áhrifum jafna við fræga fyrirlestra Henrich Steffens í byrjun aldarinnar og Georgs Brandesar í aldar- lok.u Ekki urðu þó allir hrifnir og einn þeirra sem hneykslaðist var íslend- ingurinn Magnús Eiríksson, ávallt kallaður frater, sem sá eintóman Hegel í málflutningi Martensens. Magnús helgaði næstu áratugi lífs síns einarðri baráttu gegn Martensen, skrifaði fjölmargar bækur og ritlinga gegn honum og sparaði ekki stóru orðin. Er af því öllu mikil saga sem ekki verður sögð hér. Þess má hins vegar geta að Frater var ekki alveg einn á báti og svo sem ekki í slæmum félagsskap, því skömmu eftir að Martensen varð biskup (1854) réðst Soren Kierkegaard heiftarlega á hann og dönsku kirkjuna. Sameiginlega áttu þeir Kierkegaard og Magnús frater einnig djúpa og stæka andúð á Hegel.12 IV Þá mánuði ársins 1843 sem Jónas Hallgrímsson hímir klæðvana í herbergi sínu og yrkir,13 gengur Soren Kierkegaard um götur Kaupmannahafnar og er m.a. að semja bók sem kemur út 16. október sama ár, Frygt og bæven (Uggur og ótti). Með bókinni vakir fyrir honum m.a. að varpa ljósi á þversagnakennt eðli trúarinnar og sýna fram á hversu skammt skynsemis- hyggja Hegels dragi til skýringar á svo flóknu og einstaklingsbundnu fyrir- bæri. Til þess velur hann sem útgangspunkt fræga frásögn Gamla testamentisins um fórn Abrahams, sem segir ffá í 1. Mósebók og alkunn er. Kierkegaard setur sér það markmið að kanna hvers konar trú það sé sem geti gert fyrirætlan um barnsmorð að heilögum verknaði. Hann spyr líka hvort hægt sé, frá almennu siðferðilegu og kristilegu sjónarmiði, að setja allt í einu öll almenn boðorð og lögmál um mannlega hegðun til hliðar. I þessu efni hefur Kierkegaard augljóslega Hegel í huga, hugsanlega einnig Kant, en báðir héldu fram kenningum um almenn siðalögmál sem giltu um alla menn við allar aðstæður og og gerðu ekki ráð fyrir neinum undanþáguákvæðum. Það er hins vegar augljóst að ffamferði Abrahams stríðir gegn siðaboðum bæði Kants og Hegels. Kierkegaard stillir sumsé upp trúnni andspænis hinum mannlegu siðalögmálum. Kierkegaard skoðar Abrahamssögnina á sinn sérstæða og póetíska hátt, hann kallar bókina „díalektíska lýrík“ og skrifar hana undir dulnefhi eins og mörg verka sinna. Á bakvið það er viðleitni til þess að nálgast efnið hlutlægt og forðast að túlkunin verði tengd hans persónu, en margir gagnrýnendur hafa bent á að forsendur efnisins séu einmitt persónulegar. Kierkegaard hafi 56 TMM 1996:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.