Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 59
á þessum tíma skyndilega rofið heit sitt við unga stúlku, nánast af heimspeki-
legum ástæðum, og af þeim sökum hafi honum sérstaklega verið hugleikin
spursmál um trúnað, hlýðni og fórn.14 Hugleiðingar Kierkegaards í Frygt og
bæven miða að því að sýna fram á þversagnakennt eðli trúarinnar, eins og
fyrr var sagt, og að einmitt það geri að verkum að hún verði ekki skýrð með
röklegri skynsemi í anda Hegels. Eins og dæmi Abrahams sýni sé til trú sem
setji hlýðni við Guð ofar öllu öðru og sé í því skyni reiðubúin að kasta öllu
öðru frá sér, jafnvel eigin barni. Slík trú sé algerlega einstaklingsbundin og
öðrum mönnum óskiljanleg með öllu. Þessi trú er sett undir erfiðasta próf
sem hægt sé að hugsa sér, stenst það — og öðlast þar með allt. Slíka trú er
hvorki hægt að skýra fyrir öðrum né verður hún skýrð af öðrum. Trúin er
hér handan allrar skynsemi.
Kierkegaard ályktar útfrá þessu að trú Abrahams endurspegli hlutskipti
hins trúaða manns: Hann sé fastur í þversögninni og enginn skilji hann né
heldur geti hann útskýrt stöðu sína og breytni fyrir öðrum. Þetta skilji t.d.
Abraham frá Agamemnon Grikkjakonungi sem fórnaði dóttur sinni Ifigeníu
í Ális forðum tíð til þess að fá byr í seglin til Tróju, en varð fyrir vikið tragísk
hetja. Hans staða var skiljanleg. Abraham verður hins vegar faðir trúarinnar
vegna þess að trú hans var algjör: Hann treystir Guði fullkomlega, hlýðir boði
hans um að fórna einkasyninum, en um leið viðheldur hann voninni um að
fá að halda honum; hann er reiðubúinn að fórna öllu og þess vegna öðlast
hann allt! Þessa miklu þversögn kristindómsins mun skynsemiskerfi Hegels
og félaga aldrei geta skýrt. Dýrðardæmi Abrahams er því einstaklingsbundið
og óskiljanlegt öðrum mönnum.
Hér ber þó að taka ffarn í sambandi við almenna túlkun Abrahamssagn-
arinnar að gyðingdómur felur í sér svolítið aðrar áherslur en við þekkjum
úr okkar kristna dómi. Samkvæmt gyðinglegri túlkun á Biblíunni er mað-
urinn í upphafi verk guðs og því getur hann hvenær sem er gripið inn í rás
þess lífs sem í rauninni er hans. Hlutverk mannsins er samkvæmt þessu ekki
að fylgja einhverjum almennum boðorðum, heldur að læra að þekkja guð
og hans vilja. Guð er upphaf og endir, alfa og ómega, og ekki bundinn
neinum lögum heldur er hann sjálfur lögin. Þetta er m.ö.o. hugsun sem
Hallgrímur Pétursson orðar svo vel í sálminum Um dauðans óvissan tíma
(og hvílir á Jobsbók 1:21): „í herrans höndum stendur / að heimta sitt af
mér;/ dauðinn má segjast sendur / að sækja hvað skaparans er.“ (íslenskt
ljóðasafn (1975), 13.)15
Það sem hér blasir strax við og er í hæsta máta áhugavert fyrir túlkun
Grátittlingsins er auðvitað sú staðreynd að Soren Kierkegaard skuli, á sömu
mánuðum og Jónas er trúlega að yrkja kvæðið, vera að brjóta til mergjar
TMM 1996:3
57