Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 63
sanna kristindóm. Það umræðuefni sem bar einna hæst í guðfræði um þessar
mundir voru einmitt vangaveltur um að sumar frásagnir Gamla testament-
isins samræmdust illa anda hins Nýja, einkum kærleiks- og fyrirgefningar-
boðskap Krists. í kvæðinu stillir Jónas upp hliðstæðum sem um leið verða
andstæður. Annars vegar er frásögn Gamla testamentisins um sonarfórn
Abrahams, hins vegar frásögn um ungan dreng sem, líkt og Abraham, fórnar
því sem honum er kærast. Munurinn er hins vegar sá að þar sem dýrðardæmi
Abrahams er skilyrðislaus hlýðni hans við guð; að hann skyldi gera það sem
guð bauð honum án þess að hika, þá neitar drengurinn að fylgja boði guðs.19
Hann fórnar fremur sjálfum sér, líkt og Kristur, enda má vel kalla drenginn
Kristsgerving í ljósi líkingamáls kvæðisins sem fyrr var rakið og skírskotar mjög
greinilega til Krists. Hið eðlislæga góða hjartalag stýrir viðbrögðum drengsins
og gegn því mega sín einskis orð guðs. Drengurinn velur frekar að fórna sjálfum
sér en ganga gegn þeim guðdómi sem býr innra með honum sjálfum.
Grátittlingurinn fjallar þannig um það að þegar lítill drengur stendur
frammi fyrir aðstæðum af því tagi sem kvæðið lýsir, þá býður hjarta hans
honum að frelsa fuglinn og fórna um leið því sem honum er kærast, jafnvel
þótt guð myndi segja annað. Þess vegna er drengurinn fallinn í lok kvæðisins
og biður guð að líkna sér. Hann er ekki, fremur en aðrir dauðlegir menn, fær
um að fylgja dýrðardæmi Abrahams og hlýða guði skilyrðislaust. Hinn
meðfæddi guðdómur, sem barnið er fulltrúi fyrir (og Kristur), segir honum
að snúast gegn boðum guðs ef þau rekast á. Gerðir drengsins stjórnast á hinn
bóginn af hinum sanna anda kristindómsins, vegna þess m.a. að „hjartað
gott skóp oss drottinn“. Þess vegna er drengurinn rór í lokin þrátt fyrir fall
sitt, og sannfærður um að hann hafi breytt rétt þó svo hann hafi ekki reynst
fær um að fylgja dýrðardæmi Abrahams og hefði hiklaust óhlýðnast guði ef
boð hans hefði strítt gegn tilfinningu hjartans. Hann trúir því að „andi guðs“
muni á sig anda!
Kvæðið um Grátittlinginn er þess vegna sprottið beint upp úr guðfræði-
legum, dogmatískum umræðum í samtíma Jónasar um ólíkar túlkanir á
boðskap Biblíunnar. Jónas teflir saman hinni eldri og hefðbundnari túlkun,
sem með vissri einföldun má kenna við bókstafs- og játningatrú á Gamla
testamentið, og svo þeim kristindómi sem Kristur stendur fyrir í Nýja
testamentinu. Rétt eins mætti tala um að hann beri saman hinn gamla
boðandi kristindóm, þar sem guð stendur utan við manninn og stýrir
honum með skipunum, og svo hinn innri guðdóm sem býr í hjarta hvers
manns. Niðurstaða Jónasar er augljóslega sú að hann metur meira breytni í
anda Krists, eins og reyndar mátti búast við af kristnu, rómantísku skáldi.
Bernskuminningin frá áttunda árinu hefur því snúist upp í þrauthugsað
trúarlegt kennikvæði þar sem skáldið ber saman ólíkar túlkanir á heilagri
TMM 1996:3
6l