Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Qupperneq 69

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Qupperneq 69
ritað áður um það — hvað er líkt með þeim?2 Hvað lærði Halldór af Hamsun? Þessar og skyldar spurningar eru efni eftirfarandi hugleiðinga. * * * Báðum þessum höfundum gafst um ævina tveggja heima sýn; Halldór er nær jafn gamall öldinni og Hamsun var á tíræðisaldri þegar hann lést — hvor um sig gat borið allt að því íjarstæðukenndum félagslegum umbyltingum vitni. En þótt þeir hafi verið samferðamenn í næstum hálfa öld, ber það á milli að Hamsun er í grundvallarhugsun sinni 19. aldar maður. Hann styður Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni einsog hver annar pólitískur steingerv- ingur vegna þess að hann fylltist ungur maður andúð á Englendingum — meðal annars fyrir sprengjuárás þeirra á Alexandríu (1882) og vegna Búa- stríðsins. Ævisagnaritari hans Robert Ferguson orðar það svo: Það var umfram allt sérviskulegt og öfgakennt Englendingahatur (anglofobi) Hamsuns sem réð því að hann var trúr Þýskalandi í hálfa öld, hvað sem á dundi, og sem varð til þess að lokum að hann var ákærður fyrir landráð árið 1945.3 Þótt Halldór Laxness sé í alla staði 20. aldar maður hefur hann líka lifað tvenna tíma, í þjóðfélagslegum sem bókmenntalegum skilningi. Eitt lítið dæmi finnst mér segja meira um það en löng útlistun: Danski rithöfundur- inn Johannes Jorgensen, sem átti mestan þátt í að útvega Halldóri ungum pláss í klaustri, gaf út sína fyrstu bók árið 1887. Nákvæmlega eitt hundrað árum síðar þakkaði Halldór honum liðveisluna í inngangsorðum sínum að klausturdagbókinni, Dagar hjá múnkum. Fleira tengir þessa höfunda en hár aldur—og þá kannski öðru fremur að hvað sem módernískum áhrifum líður skrifuðu þeir lengst af skáldsögur í raunsæisformi (í víðum skilningi); í þeim bókum sem hér um ræðir ætluðu báðir að koma ákveðnum boðskap á framfæri, og urðu að takast á við þverstæðu raunsæisins einsog síðar verður vikið að. Halldór var ekki nema 19 ára þegar hann snerist öndverður gegn Hamsun á prenti, löngu áður en hann hafði til þess pólitískar ástæður, með frægum ritdómi sínum um Konerne ved vandposten (í Morgunblaðinu 15/9 1921). Honum þótti bókin full mannfyrirlitningar, og skýtur föstum skotum á Markens grode í leiðinni, sem hann kallar bókina um „De velsignede Potet- er“, blessaðar kartöflurnar.4 Jarðeplapostilluna hafði Halldór lesið tveimur árum áður, í fyrstu utanlandsför sinni í Danmörku, og fundið alla töfra á sínum stað, ölvast en vaknað með pólitíska timburmenn ef marka má vitnisburð hans löngu síðar í Úngur eg var: „Hvað varðar bændur þó einn bóndi af hundrað, ísak á Sellanraa, verði ríkisbubbi á sveitabúskap?“ og bætir L TMM 1996:3 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.