Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Page 74
blásturinn, hún var kvenmaður eins og aðrir kvenmenn. Hún hafði víst verið dygðug af því að hana vantaði freistingarnar (bls. 268-69). Þetta er önnur hlið kynlífs en birtist okkur í dýrslegum samförum hjóna- leysanna í upphafi. Hvergi sést írónía Hamsuns betur en í köflum einsog þessum. Menn hafa deilt um hvort þetta sé mannfyrirlitning eða væntum- þykja, skilningur á breyskleika mannanna. Þeir sem aðhylltust hið fyrr- nefnda sáu í stuðningi Hamsuns við nasista síðar aðeins rökrétt framhald af því sem finna mátti í bókum hans. Hinir hafa þóst finna í Gróðri jarðar eitthvert ólympskt æðruleysi, sem bak við kaldhæðnina býr yfir djúpum mannsskilningi. Lífssýn sem birtist í þessari ógleymanlegu mynd úr öðrum stað: „En allir eiga ljúfar stundir. Fangi situr í vagni, á leið á höggstokkinn, nagli stingur hann í endann, hann færir sig og líður miklu betur.“12 Það er óverjanleg einföldun að kenna þessa lífssýn við nasisma; þetta er öllu heldur hugmyndin um hina algeru einsemd mannsins sem finna má í verkum Hamsuns frá upphafi. Hinu verður ekki á móti mælt að boðskapur er skýrari í Gróðri jarðar en fyrri bókum höfúndar. Hér er andróður gegn þéttbýlismyndun og nútíma siðmenningu, lofsöngur um lífið til sveita. Og kannski var ekki nema von að sá þáttur verksins sem lofaði friðsamlegt líf í faðmi náttúrunnar hafi fundið hljómgrunn í Evrópu mitt í skepnuskap fyrri heimsstyrjaldar. En hjá því verður ekki litið að þessi boðskapur er afturhvarfsútópía, eða með orðum Leo Löwenthals: í augum fólks sem skynjar tiltekna samfélagskipan sem byrði, er brugðið töfrabirtu yfir tilvistarform sem — ef það næði til allra — hefði í för með sér meiri félagslega og menningarlega örbirgð en hægt er að gera sér í hugarlund.13 Og enda þótt frásagnarhátturinn grafi undan hugmyndafræðinni, og vafi leiki stundum á afstöðu höfundar, þá eru líka til þeir staðir í bókinni þar sem sögumaður hefur upp raust sína einsog spámaður úr Gamla testamentinu, og enginn þarf að velkjast í vafa um boðskapinn. Frægust eru þessi ummæli um ísak undir lok sögunnar, sem Halldór Laxness notaði reyndar sem einkunnarorð smásögunnar Den tusindaarige Islænding, og var samin í Kaupmannahöfn 1919: Hann er heiðarbúi í húð og hár og jarðyrkjumaður, án allrar miskunnar. Hann er upprisinn úr fortíðinni og markar stefhuna inn í framtíðina, maður ffá hinni fyrstu jarðyrkju, landnámsmað- urinn, níuhundruð ára gamall, og enn á ný maður dagsins í dag (bls. 386). 72 TMM 1996:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.