Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 76
sveitanna, en pólitískur boðskapur hans er fremur einfaldur: „Járnbraut austur! Ræktað land! Raflýsíng sveitanna! Saman með fólkið!“15 Sennilega hafði þó dvöl Halldórs í Los Angeles og kynni hans af Upton Sinclair ekki minni áhrif á þá stefnu sem sveitasaga hans tók. Heiðin, sem Peter Hallberg hefur fjallað ítarlega um, ber þessu vitni. Hér er harðorð ádeila á „íslenska sveitamenningu“, en enn sem komið er fremur í blaðamennsku- formi en skáldsögu. Heiðin, segir Hallberg, „er miklu háðari „veruleikanum“, eins og það hugtak er oftast skilið.“16 Ádeilan er stóryrt, en ekki sérlega skörp. Hún skerpist til muna eftir ferð Halldórs til Sovétríkjanna, en þar dvaldi hann í tvo mánuði árið 1932. Um þá för skrifar Halldór líklega sína verstu bók, í Austurvegi. Einsog Hallberg, Árni Sigurjónsson og Sigurður Hróars- son hafa fjallað um, má sjá þar endursagnir Halldórs á skrifum Stalíns um bændamál (sem aftur eru endursagnir á skrifum Leníns), og var það ekki síst þrískipting bænda í stórbændur, meðalbændur og smábændur sem höfðaði til skáldsins. Meginhugmyndin er sú að þessir hópar hafi andstæða hags- muni, eigi í raun enga samleið. Smábændur eru stöðugt snuðaðir, ýmist með því að þeir eru látnir keppast við að vera „sjálfstæðir“ einsog stórbændur, en sökkva þá bara dýpra í örbirgð, eða þeir eru ginntir í samvinnuhreyfmguna á forsendum meðalbænda. Þessar grófú einfaldanir mörkuðu djúp spor í Sjálfstæðu fólki,17 og sannast þá enn að vondar kenningar geta alið af sér góðan skáldskap. Hér hefur Halldór fundið langþráð sjónarhorn sitt gagn- vart bændaspursmálinu, viðhorf sem gat grundað andstöðu hans við allan hamsúnisma, og hann lýkur nú við Sjálfstætt fólk (sem kom út á árunum 1934-35). Landfræðilegan bakgrunn þessa mikla skáldverks mynda því þeir ólíku staðir Sænautasel, Hollywood og Moskva. En bókmenntalegri hæð sinni nær verkið í krafti glímunnar við Hamsun. X- Mörg stef Sjálfstæðs fólks hlutu að hljóma kunnuglega í eyrum þeirra sem þekktu Gróður jarðar. Bjartur er landnemi af óljósum uppruna líktog Isak. Hann er þvermóðskufullur einsog sá síðarnefndi, og báðir hafa eitthvað dýrslegt við sig; Bjartur er reyndar á einum stað kallaður „manndýr".18 Barnadauði, veltiár sem koma og fara, týnd lömb og leitin að þeim eru stef í báðum bókunum og það eru ýmsar hliðstæður í persónusköpun. Geissler lénsmaður á samsvörun í hreppstjóranum á Rauðsmýri, og ekki hallast á með klökkvann í ræðum eiginkvenna þeirra. Rósa, fýrsta kona Bjarts, veit rétt einsog Ingigerður af því að það er til skárra líf en hokrið á býlinu; báðar 74 TMM 1996:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.