Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 80
Halldór sé þar stundum að hæðast að siðmenningarfjandskap og kaupstað- artortryggni Hamsuns, sem nær hæst þegar kemur að forfrömun kvenna. „Ef þær fá ekki fullar hendur fjár að negúsera með í kaupstaðnum, þá heimta þær að fá að fara í vist, og helst suður, alt er ónýtt ellegar" segir Þórir á Gilteigi(s. 67), og gæti verið ísak að tala um Ingigerði, ef honum hefði verið gefið að tjá sig í svo löngum málsgreinum. í staðinn fáum við þetta frá sögumanni í Gróðri jarðar: „Heiðarbúinn gerir sér ekki rellu út af þeirri dýrð sem hann hefur ekki: listir, blöð, munaður, pólitík er nákvæmlega þess virði sem menn vilja gefa fyrir það, ekki meira. Gróður jarðar aftur á móti, hans verður að afla hvað sem hann kostar, hann er upphaf alls, eina uppsprett- an“ (s. 334). Daður Ingigerðar er gert hlálegt frá þessu sama sjónarmiði, og minnir á umræður gangnamanna um kvenfólk og silkibandssokka: Fyrst hættir kvenfólkið við hnjáskjólin af einumsaman tepruskap og ræfildómi, síðan koma kríkháir bómullarsokkar, það er ekki leingi að koma í lambsverðið, — fyrir nú utan allt annað glíngur, svo er farið að skera neðanaf pilsunum, og úrþví óffiðurinn er kominn á það stig, þá er náttúrlega skamt til þess að silkibands- sokkarnir komist uppí móðinn, og þá líklega ekki framar nein pils (bls. 68). Halldór Laxness og Hamsun nálgast siðmenninguna einfaldlega með gerólíkum hætti. Hamsun tortryggði borgarlífið strax í fyrstu skáldsögu sinni, Halldór var ungur maður viðþolslaus á Islandi vegna skorts á borgar- menningu. En sé litið á framsetningu og stíl er ekki um einfalda andstæðu að ræða milli þessara höfunda. Rétt einsog í persónusköpuninni er sambandið flókn- ara, því Halldór hefur líka lært margt af Hamsun. í Sjálfstæðu fólki notar hann oft óbeina ræðu, sjónarhornið færist til og liggur stundum þétt að persónum án þess að höfundarafstaðan sé augljós. Þá fá orð mismunandi merkingu eftir því hver talar. Sjálfstæði merkir annað hjá Bjarti en hjá Rauðsmýrarmaddömunni, hjá Ingólfi Arnarsyni eða hjá Ástu Sóllilju. Óbein ræða og tilfærsla á sjónarhorni voru nefnd áðan sem einkenni á Gróðri jarðar, en ennfremur má nefna tilhneigingu höfundanna til að ljúka köflunum á setningum sem virka einsog máltæki: „En fyrstu dagarnir eru altaf verstir, og það er mikil huggun fólgin í því, að glæpirnir og sorgirnar fyrnast eingu síður en ástin“ segir í lok 34. kafla Sjálfstæðs fólks (s.254). Og eftirfarandi efnisgrein, lok 67. kafla Sjálfstæðs fólks, finnst mér að gæti staðið í hvorri sögunni sem væri: „Svo voru þau ekin burt. Eftir var aðeins lítils- háttar ryk á veginum, það þyrlaðist upp, síðan var ekki meira ryk á veginum" (s. 475). 78 TMM 1996:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.