Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 86
að leiða þankann að því hvað segja mætti á þeim degi er þess er minnst að hálf önnur öld er liðin frá fæðingu Benedikts Jónssonar á Auðnum. Sér lífs hans og starfa einhvern stað á okkar dögum? Hafa hugsjónir hans og verk enn eitthvert gildi? Hér er furðu fávíslega spurt og þið ættuð raunar að grípa fram í fyrir mér og segja: Líttu í kringum þig maður! En áður en við horfum umhverfis okkur hér og nú skulum við gá til þeirra daga er þeim Þverárhjónum Herdísi Ásmundsdóttur og Jóni Jóakimssyni fæddist sonurinn Benedikt fyrir 150 árum. Stundum er talað um hið kyrrstæða íslenska bændasamfélag. Ef það hugtak á yfirleitt rétt á sér þá á það við um það samfélag sem Benedikt fæddist inn í. Enn ríkti einveldi í ríki Danakonungs. 1 sama mánuði og Benedikt varð tveggja ára 1848 gáfu Friedrich Engels og Karl Marx út Kommúnistaávarpið sem hefst á þessum orðum: Vofa gengur nú ljósum logum um Evrópu — vofa kommúnismans. I næsta mánuði varð febrúarbyltingin á Frakklandi og í kjölfar hennar stóð álfan víða í ljósum logum uppreisna þar sem kúgaðar þjóðir og stéttir leituðu réttar síns. Meðal pólitískra afleiðinga febrúarbylt- ingarinnar má telja að Danakonungur afsalaði sér einveldi sínu og fengu Danir grundvallarlög sín árið eftir. Brátt tóku einnig brestir að heyrast hér hjá okkur. Á ári Kommúnista- ávarpsins og febrúarbyltingarinnar tók fyrsta íslenska blaðið, Þjóðólfur, að koma út. Ári síðar riðu skagfirskir bændur norður að Möðruvöllum og hrópuðu amtmanninn af og fyrsti ritstjóri Þjóðólfs hafði forgöngu meðal Reykvíkinga um að frábiðja sér dómkirkjuprestinn. Þá hrópuðu piltar Lat- ínuskólans pereat fyrir rektor sínum, öðlingnum Sveinbirni Egilssyni. Kannski var hið kyrrstæða bændasamfélag ekki jafnkyrrlátt og orðið bendir til og ekki furða þó að dönskum stjórnvöldum þætti vissara að hafa herlið tiltækt á Þjóðfundinum 1851 ef svo færi að rosti þessara búandkarla og presta brytist út í óviðráðanlegum loga. Það ár var Benedikt fimm ára gamall. Þjóðfundurinn var leystur upp eins og alkunna er og í reynd var hér einveldi konungs fram til þess að við fengum stjórnarskrána 1874. Þó að þriðji fjórðungur 19. aldar færði okkur engar stórbreytingar póli- tískt, efnahagslega eða menningarlega mátti um allt land sjá misvöxtuglega frjóanga skjóta upp sprotum í þjóðlífmu. Menn bundust samtökum um verðkröfur gagnvart kaupmönnum og síðan komu raunveruleg verslunar- félög. Þekktast þeirra og voldugast var Gránufélagið. Lestrarfélög voru stofn- uð hér og þar um landið í því skyni að auka menntun almennings. Búnaðarfélög risu á legg í mörgum héruðum til að efla verkmenningu og stuðla að framförum í búskap. 84 TMM 1996:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.