Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 87
Öll þessi félagsstarfsemi lifði góðu lífi hér um Þingeyjarþing: Verðkröfu-
félög, búnaðarfélag og lestrarfélög. Og Þingeyingar áttu líka sannarlega sína
félagsmálagarpa á þessum árum: Jón á Gautlöndum, séra Benedikt í Múla,
Einar í Nesi og Tryggva Gunnarsson á Hallgilsstöðum.
Þeir spruttu þannig engan veginn upp úr félagslegri eyðimörk Benedikt á
Auðnum og samherjar hans er þeir hófust handa við umsköpun samfélags
síns.
Hér skulum við staldra við. Þetta eru stór orð. Umsköpun samfélagsins.
Voru verk Benedikts merkileg? Og ef þau voru það, hver er þá skýringin
á því að þau tókust, að honum lánaðist að raungera drauma sína?
Ég mun ekki í þessum fáu orðum freista þess að sundurgreina verk
Benedikts í smáum atriðum. Það hef ég, eins og sum ykkar vita, áður gert í
miklum doðranti sem út kom fyrir tveimur árum. Ég leyfí mér aðeins hér og
nú að staðhæfa þá skoðun mína að verk Benedikts hafi verið merkileg og
skilið eftir sig spor á fjórum ólíkum sviðum sem þó voru öll samslungin
þegar nær er gáð.
Hugsanir hans, orð hans og verk höfðu á sínum tíma djúp áhrif í stjórn-
málum, verslunarmálum, bókmenningu og tónlistarmálum. Þessi ólíku
viðfangsefni bjuggu í merkilegri einingu í hugsunum og störfum Benedikts
af því að í rauninni lét hann í öllum athöfnum sínum stjórnast af einni
tilfmningu: Ást sinni á því sem hann taldi vera hið sanna, góða og fagra.
Samhliða umhyggju sinni fyrir ástarefnum sínum var hann líka ódeigur í
hatri sínu á því sem hann taldi af hinu illa og þar með fjandsamlegt lífinu.
Ef ég hef nokkurn tíma kynnst hugsjónamanni þá er það Benedikt á Auðn-
um. Hann lifði í hugsjónum og fyrir hugsjónir.
Stjórnmálaafskipti Benedikts hófust með þátttöku hans í Þjóðvinafélag-
inu, en fyrstu drög þess voru lögð á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði og var
því í öndverðu ætlað að vera flokkur róttækustu stuðningsmanna Jóns
Sigurðssonar og styrkja hann í ýtrustu kröfum hans um pólitískt sjálfsfor-
ræði Islendingum til handa.
Næst var hann meðal þeirra ungra manna í Þingeyjarsýslu er stofnuðu
Þjóðlið Islendinga, en stefnuskrá þess var mjög í anda frjálslyndra vinstri
flokka í Evrópu á þeim tíma. Þjóðliðið varð skammlíft og effir fall þess
bundust nokkrir forystumenn þess leynilegum pólitískum samtökum er
hlutu nafnið Ófeigur í Skörðum og félagar. Þau voru stofnuð á Einarsstöðum
í Reykjadal í desember 1888 og störfuðu fram yfir aldamót. Á því tímabili
hefur Benedikt hvað róttækastar hugmyndir um gjörbyltingu þjóðfélags-
skipanar á Islandi.
Ef við lítum til pólitískra hugmynda Benedikts eins og þær birtast í bréfum
hans og ritgerðum, þá telur hann sjálfan sig og skoðanabræður sína í
TMM 1996:3
85