Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 88
Þingeyjarsýslu vera anarkista um það bil sem þeir stofna Ófeig í Skörðum og félaga. Á næstu árum og allt fram á miðjan íyrsta áratug 20. aldar telur hann skoðanir sínar sósíalískar og boðar vinum sínum og samherjum ótæpilega hugsjónir sósíalista. Þegar hann sér fram á nýtt sögulegt skeið með tilkomu heimastjórnar 1904 særir hann samherja sína að stofna nú sósíal- ískan flokk eftir fýrirmynd sósíaldemókrata í Danmörku og annars staðar á Norðurlöndum. Þessar hugmyndir hans fengu ekki hljómgrunn og á síðasta skeiði sínu, u.þ.b. eftir 1910 byggði hann mjög á kenningum Bandaríkjamannsins Henry George, georgismanum, og er raunar einn helsti fulltrúi hans á íslandi. Slíkur var í stórum dráttum hugsjónalegur grundvöllur Benedikts og hið æðra svið pólitískrar baráttu hans. Hitt er svo staðreynd veruleikans að hann studdi Heimastjórnarflokkinn eindregið fram yfir 1920 eða meðan Pétur á Gautlöndum lifði, en eftir það Framsóknarflokkinn. í verslunarmálum er að sjálfsögðu þáttur Benedikts í stofnun og rekstri Kaupfélags Þingeyinga hið mikla sögulega hlutverk hans. Hann vann félag- inu með margvíslegum hætti alla tíð frá því að hann færði fýrstu fundargerð þess í september 1881 uns hann gekk út af skrifstofu þess fáum dögum fyrir andlát sitt 1939. Mikilvægast er það að Benedikt má öllum mönnum fremur teljast hug- myndalegur faðir samvinnuhreyfingarinnar. Kaupfélag Þingeyinga virðist hafa verið stofnað eins og hvert annað verslunarfélag til þess að freista hagstæðari kjara en voru á boðstólum hjá selstöðuverslun 0rum 8c Wulffs. Það kom síðan í hlut Benedikts og nánustu samverkamanna hans að sníða félaginu lagaform og móta hugmyndafræði þess í samræmi við hina alþjóð- legu samvinnuhreyfmgu. Drýgstan þátt að hugmyndafræðilegri mótun félagsins og þar með allrar íslensku samvinnuhreyfingarinnar vann Benedikt sem ritstjóri félagsblaðs- ins Ófeigs í 42 ár, frá 1890 til 1931. Einnig var hann um margra ára skeið öllum mönnum ötulli til sóknar og varnar fyrir hreyfmguna í landsmála- blöðum bæði á Akureyri og í Reykjavík. Þó að Benedikt væri öðrum harðskeyttari málssvari kaupfélagshreyfing- arinnar út á við fór því fjarri að hann væri sáttur við þróun hennar í öllum greinum Þannig var hann mjög tortrygginn á upptöku Rochdaleskipulags- ins, sem Hallgrímur Kristinsson kom á í Kaupfélagi Eyfirðinga, og óttaðist einnig miðstjórnarvald einnar samvinnuheildsölu í Reykjavík. Sá þáttur í æviverki Benedikts, sem telja má að öll önnur hugsjónastörf hans hafi risið af, eru störf hans og forysta um kaup erlendra bóka, bæði fræðirita og skáldrita. Hann átti frumkvæðið að stofnun bókakaupafélags meðal félagsmanna Ófeigs í Skörðum og félaga og í það fengu einnig 86 TMM 1996:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.