Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Qupperneq 90

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Qupperneq 90
mátti segja að Þórður brygðist við tilkomu Kaupfélagsins af skammsýnni heift og hörku er hann hugðist svelta héraðsmenn til hlýðni og hollustu við kaupmannsverslunina. Á hærra og víðara plani háði Benedikt langa og harðvítuga ritdeilu við Einar skáld Benediktsson um markmið og mismun kaupmannaverslunar og kaupfélagaverslunar. Fór sú deila einkum fram í blaði Einars, Dagskrá, og Fjallkonunni, en einnig á síðum annarra blaða. Þó að Benedikt teldi sig sósíalista á árunum kringum aldamótin síðustu var hann þó á þeim árum gallharður flokksmaður Heimastjórnarflokksins og barði ótæpilega á höfuðandstæðingnum, valtýingum. Þóttist hann í Heimastjórnarflokknum eygja vaxtarsprota til þjóðlegs sósíalisma þar sem valtýingar aftur á móti væru maðksmognir af alþjóðlegum kapítalisma. Um þessi efni háði hann gríðarlega harða ritdeilu við sýslunga sinn Guðmund skáld Friðjónsson á Sandi og fór hún fram í Stefni og Bjarka. Enn er þess að geta að á róttækasta skeiði sínu var Benedikt mjög gagn- rýninn á klerka og kirkju samtíðar sinnar þó að hann skrifaði ekki opinber- lega um þau efni, en þetta kemur vel fram í bréfum hans t.a.m. til Kristjáns Jónasarsonar og Valdimars Ásmundssonar þar sem hann hælist yfir því að þær bókmenntir sem hann láti kaupa til bókafélags Ófeigs í Skörðum og félaga séu algjörlega heiðnar og vonast til að þær hafi heldur bætandi áhrif á prestana sem fái að lesa þær. Þó að vakning færi raunar að einhverju marki um allar byggðir íslands á síðasta fjórðungi 19. aldar, hygg ég að það sé ekki ofmælt að þingeyskt mannlíf um aldamótin síðustu hafi fremur en í flestum eða öllum öðrum héruðum verið mótað af samtíma menningarstraumum í Vestur-Evrópu og á Norðurlöndum. Þetta birtist í vakandi pólitískri vitund, margháttuðu lifandi félagslífi, listrænni sköpun skáldskapar og viðleitni til að njóta hins fagra í tónlist og myndlist. Hvað þarf til að slík bylgja rísi? Var þetta kannski allt saman Benedikt á Auðnum að þakka? Fjarri sé mér að halda slíku fram. Þó að maðurinn sé sjálfsagt ávallt einn í innstu veru sinni, er enginn maður eyland. Þegar við skoðum sögulega verðandi liðinna tíma verður okkur stundum að spyrja hvað í atburðarásinni sé sprottið af einhvers konar sögulegri eða félagslegri nauðsyn og hvað eigi rætur í athöfnum ákveðinna einstaklinga. Með öðrum orðum: Hver er þáttur félags og hver er hlutur einstaklings í sögulegri þróun? Hefðu íslendingar ekki þokast í átt til stjórnarfarslegs sjálfsforræðis á 19. öld þó að Jón Sigurðsson hefði aldrei fæðst? Hefði þingeyskt mannlíf ekki verið með svipuðum hætti og það var um síðustu aldamót þó að Benedikt á Auðnum hefði aldrei starfað í héraðinu? 88 TMM 1996:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.