Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 93
Rættust svo þessir draumar? Sjáum við einhvern stað þess nýja og réttláta samfélags sem Benedikt og félagar hans börðust fyrir? Þegar Benedikt stóð í blóma aldurs síns batt hann mestar vonir við að hagsæld alls almennings og þar með hamingjusamlegt líf yrðu best tryggð með sósíalísku þjóðskipulagi og hann taldi samvinnuhreyfinguna í verslun- ar- og atvinnumálum einn þátt þess félagslega skipulags. Mér þótti það því nokkuð kaldhæðnislegt að á sömu dögum og ég var að lesa prófarkir að bók minni um Benedikt hrundu tvö stórveldi sem á blómaskeiði sínu töldu sig glæstasta fulltrúa hugsjóna samvinnu og sósíal- isma: Samband íslenskra samvinnufélaga og Sovétríkin. Ég spurði sjálfan mig: — Er hrun þessara stórvelda sönnun þess að Benedikt færi villur vegar í hugsjónabaráttu sinni, að líf hans og störf væru einskis verð? Svar mitt var nei, og um það velktist ég reyndar ekki andartak í vafa. Strax í öndverðu dró Benedikt í efa ágæti einnar samvinnuheildsölu í Reykjavík og taldi hættu á að hún hindraði bein viðskipti einstakra kaupfé- laga við framleiðendur erlendis. Um það er lauk var þó Samband íslenskra samvinnufélaga með dótturfélögum og margslungnum afkomendaskara í hlutafélagaformi orðið enn fjarlægara hugsjónum Benedikts um milliliða- lausa verslun sem neytendur réðu sjálfir með lýðræðislegu samvinnuskipu- lagi. Atómstórveldið Sovétríkin undir einræði kommúnisma var líka fullkomin andstæða þess þjóðskipulags lýðræðislegs sósíalisma sem Bene- dikt dreymdi um kringum aldamótin síðustu. Er það samt nokkur sönnun þess að Benedikt hafi haft rétt fyrir sér í grundvallaratriðum þó að forkólfar Sambands íslenskra samvinnufélaga kunni að hafa leitt hreyfinguna á villigötur og sett fyrirtækið á hausinn eða þó að einræðissinnaðir siðleysingjar í Sovétríkjunum hafi snúið kommún- isma sínum upp í helvíska martröð og andstæðu þess sósíalisma sem Bene- dikt boðaði? Getur ekki verið að hugsjónir hans hafi í sjálfum sér búið yfir hinu illa, að hugmyndir um samvinnu og samábyrgð leiði til forræðishyggju, úrkynjunar, stöðnunar, kúgunar og dauða? Því svara talsmenn nútíma frjálshyggju og markaðslögmála hiklaust ját- andi í frelsisins og samkeppninnar nafni. En ég segi nei. Lítið í kringum ykkur hér og nú. Hér á Húsavík. Hér á íslandi. Hér í okkar heimshluta í Norðvestur-Evrópu. Hið sögulega mikla hlutverk Benedikts á Auðnum og samherja hans felst framar öðru í því að við búum í mannúðlegri heimi en var á hans dögum — mannúðlegri heimi þrátt fyrir allt. Og hann átti sinn hlut að því að skapa þennan heim. TMM 1996:3 91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.