Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Page 98
Iielgi Ingólfsson Anna Hathaway sextug, ein yfir þvottabrettinu Anna Hathaway! Aumingja Anna Hathaway! Eiginmaðurinn yfirgaf þig til að sigra heiminn. Veslings hnípna Anna Hathaway! Farin að eldast, hárið orðið grátt og það sem ekki er tekið í hnút á hvirflinum klessist við andlitið, þar sem þú stendur við ána og þværð af krógun- um. Annarra manna krógum, Anna, mundu það, annarra manna krógum. Hrukkur á enni, sprungnar æðar í búlduleitu og veðurbörðu andlitinu, hendurnar soðnar, handleggirnir beinaberir, líkaminn allur smágerður og samanhnipraður. Þessir tötrar, sem þú klæðist núna, kölluðust einu sinni kjóll, en það eru mörg ár síðan. Hvernig leistu út þegar þið hittust fyrsta sinni? Varstu fögur eins og Júlía eða grimm og kaldlynd eins og lafði Makbeð? Varstu úrræðagóð og kæn eins og Rósalind eða barnaleg og auðtrúa eins og Miranda? Varstu ef til vill allar þessar konur? Varstu ef til vill hin mikla og ódauðlega fyrirmynd þeirra allra? Og liggur þá leið þín um síðir niður eftir fljótinu langa, líkt og hinnar fögru Ófelíu, blómum hjúpuð, með andlitið fölt og augun lukt? Hvaða fljót ætti það svo sem að vera? Avon? Þessi á, sem þú þværð í á hverjum degi? Þeir segja að honum hafi vegnað vel úti í hinum stóra heimi og sé nú jafnvel farinn að semja leikrit fyrir sjálfan Jakob kóng. Ertu bitur nú? Telur þú þig ekJd eiga rétt til að njóta agnarlítilla brota af virðingu hans og auðlegð? Þú átt þó að heita eiginkonan. Og þú ólst honum börn, gleymdu því ekki, þú ólst honum börn. En það var endur fyrir löngu, árin fimmtán hundruð áttatíu og eitthvað, ég man það ekki lengur svo nákvæmlega. Og hvernig endur- galt hann þér það? Hljópst á brott frá öllu saman. Sér er nú hver föðurleg umhyggjan. Hljópst á brott frá öllu saman. En þú getur varla láð honum. Hann var ungur þá, vart nema unglingur, og hafði ekki enn hleypt heimdraganum. Þú varst eldri og reyndari, ekkja með eigið barn. Það er ekki hægt að áfellast hann fyrir 96 TMM 1996:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.