Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 103
Ég hafðiþekkt hana lengi. Hún
var gáfuð, hugmyndarík, hafði
fulla stjórn á tilfinningum sínum
og var alltaf 5vo óaðfinnanlega
klœdd að kjóllinn hennar, líkt og
fas hennar allt, lét hvergi skína í
beran blett á henni. En nú var
skyndilega eins og hrœðslan hefði
rist hana á hol eins og stór hntfur.
Hún sat þarna fyrir framan mig,
eins og skrokkur af kvígu sem
hefur verið sneiddur sundur og
hangir nú á krók í kjötbúð.
Niðurinn frá vatninu sem lak í
klósettskálina barst nánast stöð-
ugt til okkar, ogskyndilega varð ég
gripinn löngun til að nauðga
henni. Ég veit hvað ég er að segja:
nauðga henni, ekki njóta ásta með
henni. Mig langaði ekki í blíðu hennar. Mig langaði að takafantalega um andlit
hennar og taka hana alla í einu vetfangi með öllum hennar óþolandi œsandi
andstœðum: óaðfinnanlegum kjólnum hennar og ólgandi innyflum, meðskyn-
semi hennar og hrœðslu, með stolti hennar og ógœfu. Mér fannst sem kjarni
hennar væri fólginn í þessum andstæðum: sá fiársjóður, gullmoli, demantur
semfólginn væri í henni. Mig langaði að hrifsa hana til mín í einni svipan með
saur og ólýsanlegri sál.
En ég sá hvar þessi tvö angistarfullu augu störðu á mig (angistarfull augu í
skynsamlegu andliti) ogþvíangistarfyllrisem augun urðu,þvífáránlegri, heimsku-
legri, hneykslanlegri, óskiljanlegri og óframkvæmanlegri varð löngun mín.
Löngunin var í senn óviðeigandi og óafsakanleg, en hún varfyrir hendi engu
að síður. Ég get ekki neitað því — og þetta rifiast upp fyrir mér þegar ég skoða
þessa portrettþrenningu Francis Bacons. Augnaráð málarans beinist að andlit-
inu eins og ruddaleg hönd, reynir að klófesta kjarna þess, demantinn sem íþví
erfólginn. Vissulega erum við ekki viss um að eitthvað séþarfólgið—en hvernig
sem í því liggur þá blunda þessi fantatök í okkur öllum, handarhreyfing sem
afmyndar andlit annarrar manneskju íþeirri von aðfinna eitthvað fólgið íþví
eða bak við það. “
Hluti úr Þrennu (1973)
TMM 1996:3
101
L