Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 108
tímamálarar hafi þýðingu fyrir hann: „Eftir Picasso veit ég svei mér ekki. Nú
stendur yfir sýning á popplist í Konunglegu Akademíunni [. . .[ þegar maður
sér öllþessi málverk á einum stað, sér maður ekki neitt. Mérfmnstþau algerlega
innihaldslaus, tóm, galtóm.“ En Warhol? „ . . . hann skiptir engu málifyrir
mig.“En abstraktlistin?Æ nei, hann er ekkert hrifinn af henni.
„Eftir Picasso veit ég svei mér ekki. “ Hann talar eins og munaðarleysingi.
Og það er hann. Hann var það bókstaflega í lífinu: brautryðjendurnir höfðu
um sig hirð starfsbræðra, manna sem skrifuðu um verk þeirra, aðdáenda,
manna sem sýndu þeim skilning, samferðamanna, heilmikinn mannskap.
Hann er hins vegar einn. Rétt eins og Beckett. í viðtali við Sylvester: „Ég hugsa
að það gœti verið spennandi að vera í hópi listamanna sem vinna saman [...]
Ég hugsa að það vœri frábærlega notalegt að hafa einhvern til að tala við. Nú
er bara ekki hœgt að tala við nokkurn mann.“
Því módernismi þeirra, sá sem lokar dyrunum að baki sér, er ekki lengur
í takt við þau ríkjandi viðhorf í nútímanum sem umlykja þá, en það er
módernismi tískustraumanna sem markaðssetning listarinnar kemur af stað.
(Sylvester: „Efabstraktmálverk eru aðeinsform sem raðað ersaman á mismun-
andi vegu, hvernigskýrirþúþá að til erfólk, eins ogég, sem erjafn djúptsnortið
afþeim eins ogfígúratívum verkum?" Bacon: ,,Tískan“). Að vera nútímalegur
á þeim tíma sem módernisminn mikli er að loka dyrunum að baki sér er allt
annað en að vera nútímalegur á tíma Picassos. Bacon er einangraður {„nú
er bara ekki hœgt að tala við nokkurn mann")-, einangraður bæði frá fortíð og
framtíð.
8
Beckett sá hvorki framtíð heimsins né listarinnar í neinum hillingum, ekki
frekar en Bacon. Og þegar sú stund rennur upp að hillingarnar hverfa
bregðast þeir við á sama hátt sem er gríðarlega áhugaverður og táknrænn:
styrjaldir, byltingar og hrakfarir þeirra, fjöldamorð, sýndarlýðræðið, við-
fangsefni sem þessi koma hvergi fram í verkum þeirra. f Nashyrningunum
hafði Ionesco enn áhuga á hinum stóru spurningum stjórnmálanna. Ekkert
slíkt er að finna hjá Beckett. Picasso málar Fjöldamorðin í Kóreu. Efni sem
væri óhugsandi hjá Bacon. Þegar menn upplifa endalok menningar (eins og
Beckett og Bacon upplifa samtímamenninguna eða finnst þeir upplifa hana)
er harðasta glíman ekki háð við þjóðfélag, Ríki, stjórnmál, heldur hinn
efnislega veruleika mannslíkamans. Þess vegna gerist það að jafnvel hið
mikla viðfangsefni Krossfestingarinnar, sem fýrrum kristallaði alla siðffæði,
öll trúarbrögð, jafnvel gervalla sögu Vesturlanda, snýst hjá Bacon upp í ósköp
106
TMM 1996:3