Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 118
afkomu manna. Vélarnar hafa aukið vegsemd þess og setja vélræna minnið í hávegu, ekki hið uppreisnargjarna og óljósa, sem gerir það að verkum að við eigum stöðugt örðugra með að blekkja okkur með því að nýtt og óvænt gerist. Aðeins það gerist sem við höfum séð fyrir og reiknað út. Reiknings- listin bregst ekki. Tilviljunin er að verða útlæg og fegurðin einsýn. Lífshamingjan er að miklu leyti fólgin í tilhneigingu okkar og hæfileika til að láta blekkjast af einhverju sem er tengt fegurð, fagurgala, fögrum orðum, fögrum manneskjum, og auðvitað af hæfileikanum að kunna að blekkja sig í von um að eitthvað nýtt gerist í draumnum um að njóta fjölbreytni lífsins. En í raun og veru reynum við að njóta eða sætta okkur við stöðugt sam- ræmdari form sem eiga að gilda jafnt fýrir alla, form sem eru og eiga að vera fá, auðlærð, auðskilin. Fyrir bragðið verða þau fljótt léttvæg í tímans rás og auðvelt að velta þeim frá völdum og fá í staðinn ný og álíka fánýt form, auðskilin og auðlærð. Ef aðgætinn maður sér hlut og segir að hann sé fagur, trúir hann því aðeins að vissu leyti. Hann trúir án þess að trúin sé óbifanleg. En úr því að fegurðarsmekknum hættir til að vera síbreytilegur, samkvæmt áðurnefndu atriði varðandi hæfileika okkar til að láta blekkjast, getum við skipt um skoðun og sagt hið gagnstæða án þess að blikna eða skammast okkar fyrir að vera glámskyggn, ef þannig liggur á okkur eða það hentar t.d. í umræðum við mann sem er á öndverðum meiði og þeim mun málsnjallari sem hann hefur minna vit. En ef við stöndum andspænis sérlega illgjörnum hártogara getur það komið okkur í koll að kunna ekki að koma fyrir sig orði þegar við fáum þetta framan í okkur: Annað sagðirðu í gær. Þú ert ósamkvæmur sjálfum þér og hefur ekkert vit á fegurð. Ég er alltaf á minni óbifanlegu skoðun. Það er ekkert að marka smekk þinn. Að mínu viti er hér ekki um slíkt að ræða. Oft og tíðum er það að hörfa með skoðun aðeins bjargráð og þörf fyrir breytingar. Ef um listamann er að ræða, kann ósamkvæmni hans í fagurfræðilegu viðhorfi eða verkum að stafa af því sem ég hef kallað skapandi ósamkvæmni. Hún er andstæð hinni letjandi. Letjandi ósamkvæmni er það þegar maður hörfar ringlaður og hefur ekkert taumhald á hugsun sinni af sálrænum ástæðum. Listamaður haldinn letjandi ósamkvæmni á ekki í sér óskapnaðinn sem þarf til þess að geta haldið á lofti silfurstjörnunni sem Nietzsche talaði um. Hjá listamanni sem er gæddur hvetjandi ósamkvæmni rís sifurstjarnan í verki, hömruð í smiðju úr myrkri óskapnaðarins og hins logandi vatns. Það að ríghalda sér í hlut og fegurð hans, það að bíta sig í skoðun, kannski hina einu sönnu, nálgast kristna trúarþörf eða það að sjá allt svart á hvítu. Þannig skoðun eða öllu heldur sálarlíf, sér annars vegar hvíta, sína eigin réttu 116 TMM 1996:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.