Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Qupperneq 119
skoðun, en hins vegar svarta og andstæða skoðun t.d. mótherjans. í þannig
tilvikum er hinn trúaði reiðubúinn til að verja viðhorf sitt, hvað sem á dynur,
eða deyja fyrir það. Og hann beitir venjulega grimmd og ofsa. Hvort tveggja
telur hann vera sönnun fyrir heilleika eða staðfestu. Verði hann svo heppinn
að drepast í látunum er hann talinn heilagur meðal jábræðra sinna og reynt
að gera hann að tákni fyrir óbilandi trú og hárrétt, fagurt viðhorf.
Með þessu erum við komin að einhverju athyglisverðasta atriði í fagur-
fræðinni og því sem viðvíkur henni. Það er fegurðarskyn og grimmd og
tengsl þessara atriða. Þetta tvennt fer oft saman, bæði í daglegu lífi okkar og
á hátíðum, en gætir mest í stjórnmálum, þjóðfélagsmálum, trú og uppeldis-
venjum. Siðfræði og fegurðarskyn alls þessa eru nátengd. Hér er ekki ein-
ungis á ferðinni siðfræði grimmdarinnar, heldur líka siðfræði þess sem telur
sig hafa rétt til að beita aðra hörku, jafnvel lífláta þá í nafni ákveðinnar
fagurfræði.
Flest grimmdarverk unnin af manninum eru afleiðing af mati hans á
fegurð, fegurðarskyni hans. Það sama gildir um kynþáttafordóma, ofstæki í
trúmálum og skort á umburðarlyndi í garð annarra en þó einkum þess sem
varðar hegðun og þá helst hegðun tengda útrás kynhvatanna. Ástæðan fyrir
þessu er einkum sú, að kristin fagurfræði beinist helst að því að bæta heiminn
og mannkynið og fegra mannsandann með góðu eða illu. Fagursiðfræði af
þessum toga fylgir auðvitað valdbeiting sem er auðvelt að grípa til af því að
stór hluti mannkynsins er blindur á eitthvað í hegðun sinni, ef litið er á það
frá kristnum sjónarhóli.
Um þetta hef ég tíðum fjallað í verkum mínum. Ef einhver fmnur hjá sér
þörf fyrir að útrýma kynstofnum, sökum villutrúar þeirra, hörundslitar eða
t.d. einstaklingum höldnum því sem hefur verið kallað kynvilla, sprettur
hreinsunarþörfin af því að þannig fólk er ljótt á sál og líkama og auk þess
óheilbrigt, sé litið á það með kristnu viðhorfi til fagurrar hegðunar á vegum
getnaðarins. Ef mann grípur hreinsunaræði hefur hann oftast fengið „æðri
köllun“ og séð fegurðarsýn. Við hana fyllist hann „heilagri reiði“ og hyggst
fegra heiminn með því að útrýma öllu ljótu á einu bretti — hann hugsar
stórt og fer aldrei út í smámuni—venjulega í heilögu stríði byggðu á heilögu
valdi. Samkvæmt siðfræði og viðhorfi hans til fegurðar er fjöldi manns aðeins
lýti á mannkyninu. Það er ekki undarlegt að grimmdarseggir eru jafnvel
gæddir votti af listþörf eða hafa að minnsta kosti ort í æsku væmin ljóð um
ástina og náttúruna. Krafan um réttlæti er líka sprottin af fegurðarskyni. Það
getur verið ljótt, að áliti sumra, að vera ríkur eða fátækur eða t.d. hegða sér
eins og dæmigerður karl eða kona.
Algengt er að fólk setji fagurfræði, og ofstopann sem henni fylgir, einkum
í samband við listamenn sem lendir oft saman út af litlu. Þetta halda aðeins
TMM 1996:3
117