Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 123
flmmtug. Jói verður æfur. Hann grunar hvað hún er að bræða með sér, auk
þess þykist hann nú vita að hann hafi óbrigðulan smekk, en einkum vit á
fríðleik kvenna. Þannig eykst orð af orði uns þau verða orðljót og fara að
slást. Jói er sterkari og skaðar stúlkuna með glóðarauga. Hún veitir honum
stærri áverka með því að kalla hann mömmudreng, það sem hann veit að
hann er og honum svíður sárast. í sama mund kemur mamman og kastar
konunni út. Hún veit að kerlingin er að skemma son hennar með ljótu
framferði. Að svo búnu er fyrsta hugsun Jóa að hann hafi gert það rétta og
fagra, hreinsað herbergið sitt af herfu, nú geti hann farið aftur í tölvuleikina.
Hann kennir áfenginu um mistök sín og lofar að bragða aldrei aftur vín.
Mamma hans segir að þetta sé falleg ákvörðun, honum lík, og fer út í búð til
að kaupa nýjan leik, viss um að þannig geti hún haft drenginn góðan og hjá
sér. Sögunni lýkur og Jói endurheimti smelckinn, öryggið og manndóm sinn.
Dæmið á ekki aðeins við um Jóa og stúlkuna, heldur líka það sem hægt
væri að kalla venjulega umgengni, þó menn snúist yfirleitt hægar frá hrifn-
ingu til andúðar en hér hefur verið lýst. En þetta á hliðstæðu í hjónabandinu,
vináttunni, umgengni við málverk og listir og smekk okkar á bókum og
tónlist. Fæstir vita hvað er á ferð og grufla ekkert í því, til þess að geta gengið
endalaust í sömu gildru. Þannig komast menn áfram, láta ýmist blekkjast
eða blekkja sjálfa sig.
Er fegurðarskynið dulbúin fysn skilningarvitanna og þegar margvíslegum
fysnum þeirra er fullnægt, hverri fysn á sínu sviði, verðum við þá mett og
höfum fengið andlega fylli og fulsum við því sem var áður talið fagurt svo
sumir finna jafnvel fyrir viðbjóði eftir að hafa fengið nægju sína, og hrinda
frá sér með hnefunum því sem þeir tóku áður í faðminn vegna fegurðar sem
var aðeins fegurð að mati hverfuls smekks soltinna þarfa?
TMM 1996:3
121