Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 133
hátt. Slík innbyrðis textatengsl milli
bókanna þriggja eru mikil, eins og vikið
verður nánar að síðar.
Það er sem sagt ástin í öllu sínu veldi
sem er sú grunntilfinning sem skáld-
skaparheimur Ágústínu Jónsdóttur
byggir á. Og þá ber að hafa í huga að
ástin á sér margar hliðar og ólíkar birt-
ingarmyndir, hún er og er ekki til staðar
— og það er allt eins síðara ástandið sem
kallar fram ljóðin og tœrar Ijóðmyndir /
ofnar úr þrá (Abm, 59). Ágústína yrkir
um ástríðuna og algleymi ástarinnar og
líka um: Hjarta hverfult sem breytir um
tón I í áranna rás (Abm, 24) og um að
það getur verið uggvœnlegt / að elska
(Abm, 28). Eða eins og segir í ljóðinu
„Snertu mig ekki“: Ást breiðir / hroll /
fyrirglugga11 hinsta andartakI opiðsíðu-
sár/l enginn sér / blœða (Sn, 10).
Það verður fljótlega ljóst við lestur
(hvaða bókar sem er af þrennunni) að
þessi ást sem er aflvaki ljóðanna og efni-
viður er forboðin ást (Abm, 26), hún er
launhelgar ófrjálsra (Abm, 16). Þetta
verður enn ljósara í ljóðum sem vísa
beinlínis til hjónabandsins sem helsis:
Vildi / ég væri I/ ekki / konan / sem ung
var / gefin (Abm, 40). Og í Snjóbirtu er
Ijóðið „Net“ sem vísar bæði til hjóna-
bands og ástarsambands:
Það sem Guð hefur tengt
býr þér enn
í krossfiskshjarta
að tvinna okkur saman á ný
flækja í þéttriðnu neti þínu
veiða augun tæru
í lygnasta hylnum
horfa fölur á þau
bresta
í frosthörðum straumi
má maður eigi sundur
skilja?
(Sn, 43)
Eins og vænta má er elskhuginn fyrir-
ferðarmikill í ljóðum Ágústínu. Honum
erlíktvið landið: Landiðí ereinfaril eins
og þú (Abm, 29) og náttúruna: Höfuð
hansl fjallaloftl/ háriðl andvari/l hend-
urnar / vængjaþytur (Abm, 9). Hann er
náttúran, skrifaður eða ortur inn í hana
af ljóðmælandanum:
Hamingjusöm skrifa ég þig í Iandið, ljós-
ið, rökkurblámann, djúpið og sjálfa mig.
Ég held fast í orð þín og atlot og skil þau
aldrei við mig.
(Só, 14)
Atlotum elskhugans er einnig lýst með
myndmáli náttúrunnar og þegar
Ágústína lýsir ástaratlotum sækir hún
myndmál sitt oftast til vatnsmyndmáls.
Eins og svo oft í listrænu myndmáli
táknar hið flæðandi, streymandi og
fljúgandi vatn erosr. hina líkamlegu,
erótísku ást, þrungna heitum tilfinning-
um og þrá. Fyrirheit um þetta er gefið
strax í aðfaraorðum fýrstu bókar, fram-
an við kafla sem ber heitið „Flæði“:
Seiður fegurð og ógn
býr í þessum gullna fossi
ómótstæðileg þrá
dregur mig í straumfallið
til þín
(Abm, 5)
Vatnsmyndmálið er eitt af leiðarstefjum
bókanna þriggja þótt það sé mest áber-
andi í fyrsta kafla Að baki mánans. Hægt
væri að tína til ótal dæmi um þessa
myndmálsnotkun en ég læt þessi nægja:
Dagarnir/ stormþytur hafs 11 hafmeyjan
/ ég II þú I hafið I/ bylgjast / um mig
(Abm, 11); Undir/ tunglskinsfána11 dan-
sa II mjaðmir þínar/ að lendum I/ bátur
í höfn II hafmeyja og / marbendill II í
lygnunni/ hvítblysl/ loga (Abm, 18).
TMM 1996:3
131