Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 8
Sigríður Þorgeirsdóttir Erfðir og atlæti Um mannskilninginn í fræðum Bjargar C. Þorlákson1 Með umræðu um erfðavísindi á íslandi á þessu og síðasta ári má segja að lok- ið hafi verið upp dyrum að vísindum 21. aldar sem verður líkast til öld líf- fræðinnar. Erfðavísindi leiða inn í „veröld nýja og góða“ með öllum þeim tækifærum til betra lífs sem þau bjóða upp á og öllum þeim hættum á mis- notkun og ranglæti sem þau geta haft í för með sér.2 Aldrei áður hafa vísinda- menn talið sig hafa komist j afnnálægt því að uppgötva byggingu lífsins sjálfs, eða „innsta eðli“ þess, með rannsóknum á sviði sameindalíffræðinnar. Gen- in hafa verið kölluð „litli maðurinn í manninum“, „atóm eðlisfræðingsins“ og „platonsk sál“ eða „frummynd" lífsins.3 Möguleikar á því að útrýma óæskilegu erfðaefni og draga fram æskilega þætti þess kalla á ákvarðanir um hvað séu eftirsóknarverðir og hvað óæskilegir eiginleikar lífverunnar. Fyrir vikið verður sköpunarverkið í æ ríkara mæli verk mannanna sem standa nú fr ammi fyrir því að rækta manninn og aðrar afurðir náttúrunnar með kerfis- bundnum hætti. Hugmyndir um mannkynbætur eru ekki nýjar af nálinni. Þær hafa þekkst allt ffá dögum Forn-Grikkja, en í Ríkinu leggur Platon einmitt til að í fýrir- myndarríkinu muni hin ráðandi stétt afburðamanna og -kvenna í samfélag- inu geta og eiga börn saman. Slíkar hugsjónir urðu, eins og kunnugt er, að dapurlegum veruleika í tilraunum á ræktun hins aríska „herrakyns“ á tím- um nasisma í Þýskalandi. Hugmyndafræðingar nasismans voru samt ekki einir um að aðhyllast mannkynbætur. Mannkynbótafræði áttu miklu fylgi að fagna á fyrri hluta aldarinnar í hinum vestræna heimi þótt enginn hafi gengið jafn langt og þýskir nasistar með mannkynbótatilraunum sínum. Mannkynbótastefna átti sér einnig talsmenn hérlendis, eins og komið hefur fram í rannsóknum Unnar Birnu Karlsdóttur.4 Meðal íslenskra fræðimanna á sviði mannvísinda voru Guðmundur Finnbogason og Ágúst H. Bjarnason í hópi mannkynbótasinna. Kenningar mannkynbótasinna féllu í ffjóan jarð- veg. 1 einstökum löndum var sett löggjöf um ófrjósemisaðgerðir á þroska- heftum, geðsjúkum, afbrotamönnum og fleiri óæskilegum hópum manna, og þær taldar vera framfaraspor í átt að fullkomnara mannkyni. Til grundvallar manngæðastjórnun af þessum toga liggur trú á mátt 6 www.mm.is TMM 1999:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.