Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 12
SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR fræði“ gerir ráð fyrir.17 Það væri ofmælt að segja kenningu hennar reista á trú á hið góða í manninum. Engu að síður skýrir hin siðfræðilega sýn hennar á manninn gagnrýna umfjöllun hennar um sálgreiningarkenningu Sig- munds Freuds.18 Þrátt fyrir að hún telji sálgreiningunni eitt og annað til lofs, lastar hún hana fyrir myrkan mannskilning hennar. Samkvæmt „vellíðunar- lögmáli“ Freuds er maðurinn sérgóður í eðli sínu og á valdi hvata sem hann leitast við að fá fullnægt. Sýn Bjargar á mannveruna er öllu bjartari þar sem hún telur manninn í krafti samúðarinnar og samlíðunarinnar færan um að þróa sig í átt til meiri fullkomnunar. Þetta kemur gleggst ffam í hugleiðing- um Bjargar um samband móður og fósturs sem hún gengur með. Björg teng- ir því fósturfræði og erfðafræði í lýsingu sinni á samspili erfða og atlætis. Hún helgar þessu efni heila grein sem hún birti í Skírni árið 1933 og sem heit- ir „Undirrót og eðli ástarinnar“.19 Að mati Bjargar getur móðirin haft áhrif á vöxt og viðgang fóstursins með jákvæðu hugarfari til barnsins. Með þessu móti getur móðirin jafnvel stuðlað að bættu útliti barnsins og betra atgervi þess. Hún undanskilur ekki föður í þessu sambandi því hún segir að hann geti með ástríki og umhyggju gagnvart móður og barni lagt sitt af mörkum til þess að búa fóstrið sem best úr garði. Hugmyndir Bjargar fela því í sér n.k. „andlegar mannkynbætur“. Hér er um „jákvæðar“ og ekki „neikvæðar" mannkynbætur að ræða, þar sem Björg fjallar ekki um hvernig eigi að útrýma neikvæðum eiginleikum, eins og aðrir mannkynbótasinnar á hennar tíma gerðu. Hinn sálræni Lamarckismi Bjargar þykir óvísindalegur nú á dögum. f erfðafræðum samtímans eru atlæti og umhverfi ekki tekin inn í myndina að hætti Lamarckista. Hinar „hörðu erfðir“ hafa borið sigurorð af þeim „mjúku“. Einhvers konar heilbrigð skynsemi hlýtur samt að segja okkur að vitsmunaleg og tilfinningaleg afstaða okkar sjálfra til líkama okkar hlýtur að hafa einhver áhrif - hver svo sem þau kunna að vera. í hinni fróðlegu bók sinni um þróunarkenningar á 20. öld telur Peter Bowler ekki útilokað að í ná- inni framtíð muni koma fram kenningar sem sýni fram á flóknara samband erfða og umhverfis. Það myndi færa okkur aftur nær hugmyndum Lamarc- kista.20 Nýrri rannsóknir í fósturfræði á sambandi móður og fósturs kunna að vera vísir í þá átt. Þó munu vart koma fram rannsóknir sem sýna fram á móðir geti haft áhrif á erfðaefni barnsins í sama mæli og Björg hélt fram. Hún ofmat ugglaust áhrif móðurinnar og lagði þar að auki of mikla ábyrgð á móður með kenningu sinni. Hver á sök á ef erfðaefni barnsins sem móðir ber undir belti er gallað? Björg svarar því ekki hvort kenna megi fálæti móður um ef barn fæðist vanskapað eða með lýti, eða hvort orsökin sé efnisleg, eins og nútíma erfðavísindi gera ráð fyrir. Björg beindi sjónum sínum ekki að erfðaefninu, heldur að atlæti og um- 10 www.mm.is TMM 1999:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.