Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Side 100
EINAR MÁR JÓNSSON lokastigið í því mikla uppgjöri. Frá þessu sjónarmiði a.m.k. má segja að tíma- bilið 1914-1992 myndi skýra heild, og hefur Hobsbawm því nokkuð til síns máls þegar hann fjallar um það á þann hátt. Sú mynd sem birtist Hobsbawm, þegar hann lítur yfir hina „stuttu tuttug- ustu öld“ er gerólík framfarasýn aldamótamanna. Hann sér sem sé þrjár sveiflur af svipuðu tagi og svipaðri bylgjulengd og þær sem kenndar eru við Kondratieff (þótt hann nefni þær reyndar ekki því nafni, því hann vitnar ekki í rússneska hagfræðinginn nema í sambandi við hagsögu, og þá með nokkrum fyrirvara): fyrst sér hann mikla sveiflu niður á við á árunum 1914-1945, - þau mynda þannig skýra einingu sem sumir hafa viljað kalla „þrjátíu og eins árs stríðið“ -, síðan sveiflu upp á við á „dýrðarárunum þrjá- tíu“ sem spanna tímabilið ff á 1945-1974 eða þar um bil, og loks sveiflu niður á við frá 1974 til loka hinnar „stuttu tuttugustu aldar“ - og áreiðanlega eitt- hvað lengur. Út af fýrir sig eru þessar sveiflur ekki merkilegar, þær fmnast einnig í sögu nítjándu aldar og urðu þá naumast til að veikja trúna á ff amfar- ir, ef menn gerðu sér þá yfirleitt skýra grein fyrir þeim. En nú hafa orðið mikil umskipti, eins og Hobsbawm lýsir mjög vel. Á tuttugustu öldinni geta menn ekki lengur friðað sálina með því að bylgjuhreyfingar af þessu tagi séu ekki annað en stundleg fyrirbæri efnahagslífsins sem „liti“ kannske þjóðlífíð að einhverju leyti en risti ekki ýkja djúpt og líði síðan fljótt frá. Hverjar sem or- sakirnar eru, og hvort sem þær eru bundnar við eftiahagslífið eingöngu eða teygja sig víðar, hafa sveiflurnar sjálfar verið mun brattari og dýpri en áður var þekkt og haft mun afdrifaríkari afleiðingar. Þegar litið er á þessa sögu ffá sjónarhóli nítjándu aldarinnar er hún nánast óskiljanleg. Fyrir hruninu mikla 1929 var þannig alls ekkert fordæmi í sög- unni, hjól efnahagslífsins hættu hreinlega að virka, atvinnulífið var í rústum og menn stóðu uppi gersamlega áttavilltir. Sú bylgja styrjalda sem hófst árið 1914 og stóð yfir til 1945 í fýrstu lotu var í allt öðrum mælikvarða, hvað snertir mannfall og eyðileggingar, en styrjaldir aldarinnar á undan: saman- burðurinn sem Hobsbawm gerir í tölum er harla skýr - og ógnvekjandi. At- burðir af þessu tagi höfðu síðan mjög víðtækar pólitískar og andlegar afleiðingar, sem hagsveiflur og kreppur nítjándu aldarinnar höfðu ekki. Þess vegna þróaðist stjórnmálalífið með gerólíkum hætti: á nítjándu öld stefhdi þróunin jafnt og þétt í átt til lýðræðis og þjóðffelsis, þannig að sagan virtist hafa ákveðna „merkingu“ en umbrot tuttugustu aldar leiddu í fyrstu umferð nasisma, fasisma og kommúnisma yfir ráðvillta menn, og höfðu síðan í för með sér, um það leyti sem hinni „stuttu tuttugustu öld“ var að ljúka, eins konar mafíuvæðingu efnahags- og stjórnmálalífs í stórum hlutum heims. í þessu samhengi er varla hægt að segja að „dýrðarárin þrjátíu“ séu nokk- 98 www.mm.is TMM 1999:4 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.