Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 50
JÓN SIGURÐSSON ekki persónuleg mistök eða sök fátæklinganna, og reyndar ekki heldur að- eins persónuleg ábyrgð þeirra ríku, heldur sameiginlegt vandamál allra. „Ég segi að eiginlega hafi það verið alþýðan sem brást,“ sagði Jóhannes, „vegnaþess aðþegar nýjar aðstæður, framleiðsluaukningog tœknifóru að birt- astogmóta mannlífið.þá hœtti alþýðan alvegaðsjásjálfasigoghagsmuni sína í því Ijósi sem áður hafði verið. “ Þetta hafði allt farið að breytast þegar heimilin gátu farið að velja um matvörur, eiga föt til skiptanna og kaupa sér spariföt, og fólk sá ffam á verkamannabústaði og byggingarsamvinnufélög. Sama hafði orðið uppi á teningnum þegar ffamaleiðir og menntaleiðir opnuðust. Þá hafði alþýðan farið að sjá sjálfa sig og börnin sín í nýju ljósi. Þá var ekki lengur áhugi á því að leggjast á eitt í framtíðarróðri. Fólkið hafði séð lífsgæð- in og þægindin rétt fyrir ffaman sig og vildi fá að njóta þeirra strax. „Auðvit- að er ekki hægt að áfellast neinn fyrir þetta,“ sagði hann. „Samt finnst mér eiginlega að meðþessu öllu hafi alþýðan leiðst afvega, ogþótt mikið hafi áunnist þá hafi mikið glatast eða gleymst um leið. “ Þessi þróun hafði komið öllum að óvörum að mati Jóhannesar. Tæknin, framleiðsluaukningin, þjónustuþróunin, samgöngur, íbúðarhúsnæði, heimilistæki og allar þessar jarðnesku eigur, „allur þessi umsnúningur allra verðmæta, “ eins og Jóhannes orðaði það, þetta hafði allt komið óvænt og umsneri sköpunarverkinu gersamlega. Frammi fyrir þessu hafði alþýðan misst áhuga á því sem áður hafði verið baráttumál og hugsjónir. Sjálfsmynd hennar ruglaðist alveg. „íþessu er atómtíminn,“ sagði Jóhannes. Hann hafði miklar efasemdir um það sem komið hafði með allsnægtun- um og velsældinni. Með þeim hefðu komið firring, streita, rusl, mengun, röskun í náttúru og samfélagi, vaxandi stéttaskipting, efnishyggja og þæg- indatrú. Þrátt fyrir allt það góða og ánægjulega sem vissulega hafði gerst, vildi hann benda á að samfélagið og mannlífið einkennist líka af óráði, of- neyslu, náttúruspjöllum og rányrkju, og af skammsýni og heimtufrekju um alla hluti, og hann bætti við „af virðingarleysi við margtþað sem mér var ung- um kennt að meta og virða, fara varlega með og sparlega.“ Hann sagðist sjá þetta þannig að efhahagskerfið núna byggðist alveg á því „að ala á sérhags- munapoti, á sjálfselsku og tillitsleysi.“ Jóhannes lagði áþað áherslu að „hugsjónir okkar stefndu að alltöðru.“Þær hefðu ekki verið háðar ofhlæði veraldlegra hluta. Hugsjónir Jóhannesar og félaga hans um jöfnuð og réttlæti í ráðstjórnar- og samyrkjukerfi hefðu í rauninni ekki brugðist, „heldur þokuðust þær til hliðar,“ sagði hann. Þær hefðu gleymst „úti í horni.“ Þær höfðu miðað að samhjálp og samstöðu en alls ekki að þeirri einkaneyslu og samkeppni allra gegn öllum og ásókn í nýjabrum og tísku sem síðar ruddu sér til rúms. Þegar nýjar leiðir opnuðust 48 www.mm.is TMM 1999:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.